Ungmennaráð Árborgar

Ungmennaráð Árborgar

Austurvegur 2a , 800, Selfoss, Iceland

+3548204567

opis organizacji

Við erum sveitarfélag.
Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu á frístundasviði. Hér eru staðsett þrjú frístundaheimili, tvö frístundaheimili sem sértæk úrræði fyrir fatlaða, félagsmiðstöð og ungmennahús.
Markmið okkar er að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu við öll börn og ungmenni sveitafélagsins. Frístundasviðið vinnur náið saman og myndar eina sterka heild sem skilar sér í góðu og faglegu starfi í þágu fjölskyldna í sveitarfélaginu.
Markhópurinn sem við á frístundasviði erum með eru krakkar frá 5 ára aldri og upp í 25 ára. Sviðið er stórt og því fjölbreytt verkefni í boði. Hjá okkur vinnur allur aldur starfsfólks, allt frá 18 ára aldri. Helstu verkefni starfsmanna frístundasviðs fara eftir starfstöðvum þó megin hlutverkið sé alltaf að efla einstaklinginn og aðstoða hann eftir fremsta megni að móta með sér heildstæða sjálfsmynd.
Á frístundaheimilunum eru börn í fyrstu bekkjum grunnskóla. Þar er boðið upp á fjölbreytt frístundastarf eftir að skóladegi lýkur. Ásamt því að veita þar ákveðna grunnþjónustu er unnið með börnunum í allskyns smiðjum. Þar má nefna tónlistasmiðju, listasmiðju, hreyfismiðju og fleira. Mikilvægt er að á frístundaheimilunum fái hvert barn tækifæri til þess að leika sér, skapa og njóta sín í öruggu umhverfi.

Markmið félagsmiðstöðvarinnar er að ná til allra nemenda á mið- og unglingastigi grunnskólanna og gefa þeim tækifæri á að stunda skapandi og þroskandi félagsstarf í heilbrigðu umhverfi á jafnréttisgrundvelli. Leitast er við að mæta hverjum einstakling á hans forsendum og veita honum tækifæri til að njóta sín í félagsstarfinu. Félagsmiðstöðin er vettvangur þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Starfið einkennist af gagnkvæmri virðingu, jákvæðum samskiptum og ungmennalýðræði. Félagsmiðstöðin heldur úti fjölbreyttri dagskrá í samstarfi við unglingaráð sem tekur mið af áhugamálum unglinganna hverju sinni. Félagsmiðstöðin stuðlar að jákvæðum og þroskandi samskiptum meðal barna og unglinga og örvar félagsþroska þeirra og lýðræðisvitund. Félagsmiðstöðin vinnur einnig markvisst að forvarnarmálum og valdeflingu en starfsmenn hennar notast við aðferðafræði reynslunáms.

Unglingarnir í sveitarfélaginu sjá um félagsmiðstöðina ásamt starfsmönnum. Mikið er lagt upp úr því að unglingarnir sjálfir skipuleggi dagskrá og undirbúi og stýri viðburðum. Viðburðirnir eru margvíslegir. Opna starfið í félagsmiðstöðinni er þrjú kvöld í viku og er opið frá 19:30-22:00. Þar er margt að gera eins og pool, borðtennis, ýmis spil og leikir, pílukast, tónlist, spjall og nánast það sem hugurinn girnist. Starfmenn leggja sig fram við það að vera til staðar fyrir unglinganna og gera með þeim það sem hentar hverju sinni. Flest opin kvöld eru skipulagðir viðburðir sem taka einhvern eða allan hluta kvöldsins. Viðburðirnir eru allskyns. Til dæmis FIFA mót, borðtennismót, allskonar keppnir, spurningaleikir, ískvöld og margt, margt fleira.
Félagsmiðstöðin er einnig mjög stolt af sínu hópastarfi. Hópastarfið væri meðal annars það sem sjálfboðaliðarnir kæmu inn í. Núna erum við með nokkra starfandi hópa í félagsmiðstöðinni en það liggur fyrir að auka við starfsemina. Við erum með tvo kynjaskipta hópa þar sem aðal markmiðið er að styrkja unglinganna persónlega. Sem sagt byggja upp sjálfstraust, fræða um allskyns málefni og efla þannig færni á ýmsum sviðum. Þessir hópar hafa verið í mörg ár hjá okkur og hafa gengið mjög vel.
Við erum einnig með nokkra hópa sem samanstanda af krökkum og unglingum sem að eiga erfitt félagslega. Í sumum tilfellum er verið að auka félagslega virkni og í öðrum er verið að aðstoða með félagsfærnina. Vinnan fer þannig fram að hópmeðlimir ráða sjálfir hvað er gert í samstarfi við starfsfólk og starfsfólkið vinnur síðan út frá því. Allt með því markmiði að bæta félagsfærni og auka félagslega virkni. Við í félagsmiðstöðinni erum mjög spennt að bæta við hópastarfið okkar og myndum nýta styrk þeirra sjálfboðaliða sem koma og styðja þau í að búa til það hópastarf sem þeim þykir ákjósanlegt.
Ungmennahúsið hjá okkur er mjög svipað og félagsmiðstöðinni í uppsetningu nema fyrir eldri einstaklinga. Við viljum að þeir sem sækja húsið sjái skipulagningu ásamt starfsmönnum. Í ungmennahúsinu eru allskyns viðburðir vinsælir, til dæmis ýmisar spurningakeppnir, uppistandskvöld, superbowl og aðrir íþróttaleikir hafa einnig verið vinsælir. Þar er líka fullbúið stúdíó sem bíður upp á mikla möguleika.


Frístundasvið hefur töluverða reynslu á því að hafa ungt starfsfólk í vinnu. Við leggjum mikið upp úr því að mæta starfsfólkinu þar sem það er og setja fyrir verkefni sem hentar áhugasviði og hæfileikum hvers og eins. Við viljum að starfsfólkið okkar fái að vaxa og dafna í starfi sínu. Einnig teljum við mikilvægt að starfsfólk fái að nýta sína styrkleika og áhugasvið í vinnu með okkar fjölbreytta markhóp. Með mismunandi fólki og hugmyndum vinnum við saman að einu markmiði, að veita framúrskarandi þjónustu á einstaklings grunni.

zagadnienia związane z integracją

This organisation is willing to involve volunteers who face situations which make their participation in activities more difficult, from the following categories for different types of project:

  • Economic obstacles
  • Cultural differences

Organizacja ta posiada znak jakości Europejskiego Korpusu Solidarności. Znak jakości poświadcza, że organizacja jest w stanie realizować projekty zgodnie z zasadami i celami Europejskiego Korpusu Solidarności.

Zakres Wolontariat

Rola Data ważności
Organizacja przyjmująca31/12/2027
PIC: 945835458 OID: E10068417
Ostatnia aktualizacja 19/04/24

Tematyka organizacji

Skills development

European identity and values

Youthwork