Skip to main content

Instagram Takeover

09/05/2022 09:00

12/05/2022 17:00

[GMT] Greenwich Mean Time

Young Icelandic professionals working for European institutions in Brussels take over the Eurodesk Iceland Instagram stories. For 4 days they will post videos about their work experiences in European cooperation from an Icelandic perspective as a non-Eu member. 

Ungt fólk og Evrópa - innsýn í líf Íslendinga í Brussel

Vissir þú að ungt fólk hefur ýmis tækifæri til að fá starfsreynslu hjá evrópskum og alþjóðlegum stofnunum? Í tilefni af Evrópudeginum 9. maí og Evrópuári unga fólksins langar okkur á Landskrifstofu Erasmus+ og European Solidarity Corps að kynnast betur ungum Íslendingum sem starfa á fjölbreyttum vettvangi í Brussel í Belgíu.

Dagana 9.-12. maí munu birtast myndir og myndskeið á Instagram-reikningi Eurodesk á Íslandi sem veita okkur innsýn inn í líf og störf fjögurra einstaklinga. Þau vinna hjá Framkvæmdastjórn ESB, Uppbyggingarsjóði EES, Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA skrifstofunni og eiga þannig sameiginlegt að geta mótað evrópskt samstarf og hafa bein áhrif á Evrópuvettvangi. Það er einmitt vegna  bókunar 31 við EES-samninginn, sem Ísland getur tekið þátt í áætlunum Erasmus+ og European Solidarity Corps.

Í þessari Instagram-yfirtöku fáum við að sjá og heyra af daglegu lífi í Brussel, svo sem hvernig það er að vera ung manneskja í þessari höfuðborg evrópskrar samvinnu, hvers vegna þau ákváðu að flytja út og hvernig Evrópudeginum er fagnað. 

Ekki gleyma að fylgja Eurodesk á Instagram (@eurodeskIceland) og færslum á samfélagsmiðlum sem hafa myllumerkið #EYY2022.

OM PROJEKTET
Aktivitetens format Online
Startar den 09/05/2022 09:00
Till 12/05/2022 17:00
Tidszon [GMT] Greenwich Mean Time
Arrangeras av Eurodesk Iceland, Erasmus+ Iceland, Youth
Åldersgrupp 14-17; 18-24; 25-30; 31-35
Språk på aktiviteten Isländska
Typ av aktivitet Kampanj
Aktivitetens ämnen Deltagande och engagemang; EU:s värden; Inkludering och jämlikhet; Sysselsättning; Digitalisering
Ungdomsmål som aktiviteten är kopplad till Föra EU närmare ungdomarna
Hänger samman med konferensen om Europas framtid Nej
Förväntat antal deltagare (uppskattning) 50
dehaze