© Dan Meyers - Unsplash
Hvað veist þú mikið um andlega heilsu?
Síðast uppfært Miðvikudagur, 02/03/2022
Ungu fólki með geðraskanir hefur fjölgað mikið undanfarin ár og COVID-19 heimsfaraldurinn hefur aðeins gert ástandið verra (OECD, 2021). Það hefur líka vakið athygli á umræðunni um geðheilbrigði. Hversu mikið heldurðu að þú vitir um geðheilbrigði? Hvað gerir þú til að hugsa um þína geðheilsu?
Hefur þér einhvern tímann fundist þú ekki hugsa, bregðast við eða líða eins og þú vilt? Ef þú átt í erfiðleikum með að takast á við áskoranir lífs þíns, ef þér finnst eitthvað vera ekki í lagi eða ef þú upplifir kvíða, þá er kannski kominn tími til að huga að geðheilsunni.
Geðsjúkdómar eru sjúkdómar sem hafa áhrif á skap, hugsun, tilfinningar og hegðun og getu til að tengjast öðrum. Þeir geta haft afleiðingar sem vara út lífið, hafa áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu og geta takmarkað möguleika á ánægjulegu lífi.
Eitt af hverjum sjö ungmennum á aldrinum 10-19 ára þjáist af geðröskun, sem er 13% af sjúkdómum í þessum aldursflokki á heimsvísu (heimild: WHO). Þess vegna er svo mikilvægt að upplýsa sig vel um þessi mál. Hægt er að meðhöndla geðraskanir og yfirstíga þær en það er afar mikilvægt að leita sér aðstoðar. Gott er að muna að engin manneskja er ein í þessu, það eru fleiri sem upplifa svipuð vandamál.
Hvað er geðheilsa?
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organisation) skilgreinir geðheilbrigði sem „vellíðunarástand þar sem einstaklingurinn gerir sér grein fyrir eigin getu, getur tekist á við eðlilegt álag í lífinu og getur lagt sitt af mörkum til samfélags síns“. Að vera andlega heilbrigður einstaklingur þýðir að geta fyllst gleði, aðlagast aðstæðum, sinnt störfum sínum og skyldum, lagt sitt af mörkum til lífsins í samfélaginu og umgengst aðra.
Geðræn vandamál eru ekkert frábrugðin öðrum tegundum heilsufarsvandamála. Og sem slík eru alltaf meðferðir til að takast á við þau. Einnig skal tekið fram að geðræn vandamál geta komið fyrir hvern sem er, á hvaða stigi lífs sem er, en þau sem hafa áhrif á börn og ungmenni þurfa aðstoð til að forðast langvarandi afleiðingar fram á fullorðinsár.
Við höfum tekið viðtal við Alejöndru sem hefur upplifað þetta af eigin raun og hefur gefið okkur álit sitt á því. Athugið að Alejandra er ekki sérfræðingur/fagmaður í geðheilbrigðismálum.
Mikilvægar staðreyndir
Til að gefa þér hugmynd um áhrif geðsjúkdóma á ungt fólk skaltu skoða eftirfarandi staðreyndir (WHO):
- Sjúkdómar tengdir tilfinningum. Á heimsvísu er þunglyndi fjórða helsta orsök veikinda og fötlunar meðal ungs fólks á aldrinum 15-19 ára; kvíði er níunda helsta orsökin.
- Atferlissjúkdómar. Þær eru önnur helsta orsök sjúkdómsbyrði meðal unglinga á aldrinum 10-14 ára; og ellefta helsta orsök meðal þeirra á aldrinum 15-19 ára.
- Átröskun. Átröskun kemur venjulega fram á unglingsárum og snemma á fullorðinsárum. Þessir sjúkdómar eru oft samhliða þunglyndi og/eða kvíða.
- Geðrof. Oftast kemur fram seint á unglingsaldri eða snemma á fullorðinsaldri.
- Sjálfsvíg og sjálfsskaði. Sjálfsvíg er fjórða algengasta dánarorsök ungmenna um allan heim. Geðræn vandamál geta ýtt undir sjálfsvígshegðun, þar sem þunglyndi og vonleysi tengist 9 af hverjum 10 tilfellum sjálfsvíga.
Covid-19 faraldurinn hefur gert þessar áskoranir enn meira aðkallandi þar sem mörg börn og ungmenni þjáðust af langvarandi einangrun og skort á samskiptum við kennara og jafnaldra, upplifðu kvíða og sálræn vandamál og urðu fyrir streituvaldandi heimilisumhverfi, með miklum afleiðingum á hvatningu þeirra og almenna tilfinningalega líðan.
Góð ráð fyrir góða geðheilsu
Lífsstíll fólks hefur áhrif á líkamlega og andlega líðan þess og það er margt sem þú getur gert til að halda jafnvægi og hugsa vel um heilsuna. Það er líka alveg mögulegt að þú fylgist vel með þessu og þurfir samt hjálp frá fagmanneskju.
- Hugsaðu um líkama þinn. Íþróttaiðkun hefur góð áhrif á líkamlega, andlega og félagslega líðan. heilsufarslegan ávinning. Íþróttir eru líka góð leið til að fyrirbyggja veikindi og vanlíðan.
- Hugsaðu vel um matarræðið þitt. Næring skiptir máli fyrir andlega heilsu. Þess vegna getur verið mikilvægt að borða fjölbreyttan mat.
- Fáðu nægan svefn. Að ná að sofa vel og hvílast hjálpar til við að bæta lífsgæði.
- Lærðu að þekkja tilfinningar þínar. Það eru engar góðar né slæmar tilfinningar, þær eru allar nauðsynlegar fyrir vellíðan fólks. Þær hafa það hlutverk að veita þér upplýsingar um hvað er að gerast í lífi þínu, ekki forðast þær.
- Vertu í sambandi við ástvini þína. Deildu því hvernig þér líður með fólki sem þú treystir.
- Lifðu virku lífi. Reyndu að labba eitthvað eða hreyfa þig eitthvað, þó ekki nema smá, á hverjum degi.
- Mundu engin manneskja er alein. Ef þú heldur að þú getir þetta ekki: leitaðu þér hjálpar.
- Stundum er í lagi, að vera ekki í lagi. It's ok not to be ok sometimes.
Hvað kemur í veg fyrir að fólk leiti sér aðstoðar?
Aðgangur að geðheilbrigðisúrræðum er kannski ekki alltaf til staðar, sumt fólk gæti líka átt í erfiðleikum með að finna rétta fagaðilann fyrir þau eða hafa ekki efni á þeirri meðferð sem þau þurfa ef hún er ekki styrkt af heilbrigðiskerfinu. Margar opinberar þjónustur og þjónustur sem ekki eru reknar í hagnaðarskyni eru líka til staðar til að styðja fólk án endurgjalds, Mundu að skoða vel í kringum þig og spyrjast fyrir.
Önnur algengt ástæða fyrir því að fólk leiti sér ekki hjálpar eru fordómarnir sem fylgja geðrænum vandamálum og óttinn við hvað öðrum muni finnast. Það er nauðsynlegt að eyða villandi hugmyndum um geðsjúkdóma með því að fræða sig sjálf og aðra um geðheilsu og gera það eðlilegt að biðja um hjálp til að hugsa um geðheilsu okkar.
Hvar og hvernig á að biðja um hjálp?
Það eru margir möguleikar og margir staðir sem þú getur leitað til til að fá aðstoð, svo ef þú þarft á henni að halda skaltu ekki bíða lengi - Hér er stuttur listi:
Í menntakerfinu:
- Kennari
- Skólahjúkrunarfræðingur eða ráðgjafi
Í heilbrigðiskerfinu:
- Sérhæfð úrræði eins og geðheilbrigðisstöðvar
- Neyðarmiðstöðvar fyrir sjálfsvíg
- Heilsugæslustöðvar. Þar mun almennur læknir meta ástand þitt og getur, allt eftir niðurstöðum, vísað þér til geðlæknis.
- Neyðartilvik: 112. Ef aðstæður þínar eru lífshættulegar skaltu fá neyðaraðstoð tafarlaust með því að hringja í 112, í boði allan sólarhringinn.
Í félagslega kerfinu:
- Þjónusta sveitarfélaga, bæði æskulýðsþjónusta, fræðsluþjónusta og félagsþjónusta.
Auk þess eru öll Evrópulönd með sína eigin hjálparsíma og þjónustu fyrir geðheilbrigðis vandamál.
Hver er Evrópusambandið að gera?
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lengi lagt sig fram um að bæta geðheilbrigði fólks. Það velur einnig og fjármagnar innleiðingu á bestu starfsvenjum sem tengjast geðheilbrigði, í samræmi við forgangsröðun lands og ESB.
Meginmarkmið Evrópusambandsins á sviði geðheilbrigðis er að styðja raunverulegar aðgerðir, með áherslu á þarfir og forgangsröðun ESB-landa. Þetta endurspeglar greinilega mikilvægi geðheilbrigðismála. Við þurfum að skilja fordómana eftir, tala um þá og leita eftir stuðningi. Því fyrr sem tekist er á við geðheilbrigðismál því betra.