Skip to main content

Hafa samband

Ef það er eitthvað sem þú vilt spyrja okkur um í sambandi við evrópsku ungmennagáttina skaltu smella á krækjuna „Spurningar?“ efst á þessari síðu. Þegar þú hefur fyllt út eyðublaðið verður það sent til Eurodesk-stofnunarinnar í landinu sem tengist spurningu þinni eða athugasemd. Markmiðið er að svarað sé innan þriggja vinnudaga, þannig að ef þú færð ekki svar á þeim tíma skaltu endilega hafa samband aftur, ef ske kynni að tæknilegu vandamáli sé um að kenna.

Þú getur líka haft samband við miðlægu upplýsingaþjónustuna Europe Direct. Þar geturðu fengið:

  • skjót svör við almennum spurningum í tengslum við ESB
  • leiðbeiningar um hvert sé best að snúa sér til að fá upplýsingar/ráðleggingar og samskiptaupplýsingar (á Evrópuvettvangi, landsbundnum eða staðbundnum vettvangi)
  • upplýsingar um réttindi þín og tækifæri sem borgari í ESB/EES og hvernig þú berð þig að í því sambandi (t.d. til að fá dvalarleyfi eða menntun og hæfi viðurkennt í öðru landi ESB/EES, hvernig þú berð fram kvörtun um hættulegar vörur o.s.frv.)
  • sérhæfari upplýsingar (ef þörf er á)
  • tiltekið útgefið efni ESB sent til þín ókeypis

 

Þú getur haft samband við þjónustuna í síma 00 800 6 7 8 9 10 11 hvaðan sem er í ESB*, eða +32 (0)2 299 96 96 (venjulegir símataxtar gilda.) Símaþjónustan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 18:00 (Mið-Evróputími), og þú getur valið að nota hvaða opinbert tungumál ESB sem er.

Þú getur líka haft samband um tölvupóst, með netspjalli eða gegnum Europe Direct-miðstöð í þínu landi – þú finnur allar upplýsingar um þetta á vefsíðu Europe Direct (sjá krækju neðst á síðunni).

 

*Sum farsímaþjónustufyrirtæki eða aðrir þjónustuaðilar veita ekki aðgang að 00 800-númerum eða gætu tekið lágmarksgjald fyrir. Einnig gæti þurft að borga fyrir símtöl úr símaklefum eða frá gistiheimilum / hótelum.

 

Skyldir tenglar

Evrópska ungmennagáttin „Spurningar?“

Vefsetur Europe Direct