Skip to main content

Skoðaðu skýringarmyndina: Flexible and Fixed (pdf)

 

Sveigjanlegur ferðavalkostur

Fastur ferðavalkostur

Dagsetningar þegar ferðatími valinna umsækjanda er sveigjanlegur þangað til umsækjandi hefur virkjað ferðaleyfið. 

Valdir umsækjendur munu koma þeirri ferðaáætlun sem þeir óska eftir á framfæri við verktakann, með staðfestum tíma og ferðadögum ásamt fyrirfram ákveðnum áfangastöðum. Ekki er hægt að breyta ferðadagsetningum og áfangastöðum eftir að fastmótaði farseðillinn hefur verið bókaður. Ferðin getur staðið yfir í allt að einn mánuð.

Valdir umsækjendur geta ferðast á tímabili sem er að hámarki einn mánuður, með fyrirfram ákveðinn fjölda ferðadaga (7). Sem þýðir að þeir geta ferðast með járnbrautalestum í allt að 7 daga á heildartíma sem að hámarki er einn mánuður. Sveigjanlegi ferðamátinn gerir völdum umsækjendum kleift að ferðast til eins margra gjaldgengra landa og þeir vilja.

Valdir umsækjendur geta heimsótt allt að 2 lönd sem eru hluti af Evrópusambandinu eða þriðju löndum sem tengjast Erasmus+ áætluninni (sjá 2. lið) á þeim tíma sem valið nær til (þetta tekur ekki til brottfararlands þeirra og landa sem farið er um) í einn mánuð að hámarki.

Um leið og ferðapassann hefur verið virkjaður geta valdir umsækjendur ferðast á samfelldum dögum, eða dreift ferðadögunum sínum 7 yfir einn mánuð. Þeim er heimilt að ferðast með öllum þeim lestum sem reknar eru af evrópskum járnbrautafyrirtækjum, og auk þess með vissum ferjum og öðrum samgöngutækjum sem verktakinn sem tilnefndur var af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og EACEA hefur valið. 

Vissar lestir kunna að krefjast eða bjóða uppá sætisbókunina einhliða. Þeir þátttakendur í fyrri umsóknarlotunni 2024 og lotum eftir það sem kjósa sér Flex Passa eiga möguleika á því að bóka allt að 4 sætapantanir án endurgjalds í gegnum netlæga bókunarkerfið sem verktakinn lætur í té í ferðaappinu* Hvorki framkvæmdastjórnin né EACEA munu endurgreiða neinar aðrar sætabókanir né annan þann kostnað sem upp kann að koma í ferðinni.

Allur bókunarkostnaður er innifalinn í fasta ferðavalkostinum, en heildarútgjaldaþakið þar eru 283,26 evrur sem ber að virða. Valdir umsækjendur skulu ganga úr skugga um að ferðaáætlun þeirra sé framkvæmanleg með lestarferðum.

*Þátttakendur geta hvorki bókað sæti á fyrsta farrými án endurgjalds, svefnpláss á næturlestum né ferðir með þeim lestum sem járnbrautafélögin bjóða ekki uppá gegnum samþætta bókunarkerfið sitt á netinu. Hverskyns ókeypis bókanir fást ekki endurgreiddar og heldur ekki skipt. 

Weight
8