Á Evrópsku ungmennagáttinni finnurðu nytsamlegar upplýsingar og góðar ábendingar varðandi ferðalög í Evrópu.
Þú verður að hafa gild ferðaskilríki og/eða vegabréf meðferðis á meðan á ferðinni stendur. Allt sem tengist slíkum skilríkjum (gildistími o.s.frv.) er á þína eigin ábyrgð. Þú ert lagalega skuldbundinn til þess að hafa gilt vegabréf eða nafnskírteini (ID) meðferðis á ferðalaginu. Þú finnur nánari upplýsingar um tryggingar í Reglunum, 16. kafla. „Tryggingar“.
Það fer svo eftir ríkisfangi þínu og fyrirhugaðri ferðaáætlun (utan-Schengen svæðisins), hvort þú gætir þurft á einni eða fleiri vegabréfsáritunum að halda í vegabréfinu þínu. Þú finnur nánari upplýsingar um vegabréfsáritanir í Reglunum, 15. kafla. „Vegabréfsáritanir“.
C. FERÐALÖG
Weight
12