Skip to main content
© UNESCO - Sigit Raharjo © UNESCO - Sigit Raharjo

Hönd í bagga með heimsminjunum!

Síðast uppfært Þriðjudagur, 29/09/2020

Ef þú hefur áhuga á minjavernd, þá hefur menntunaráætlun UNESCO fyrir ungt fólk um heimsminjarnar öll þau tól og tæki sem þú þarft á að halda. Tilbúinn til þess að kynnast því?

UNESCO-verkefnið Menntun fyrir ungt fólk í minjavernd (WHE) lítur á þig sem þann sem taka mun ákvörðun í framtíðinni, og sem slíkur, þá mun það koma í þinn hlut að vernda minjar heimsins. Til þess að þú aflir þér allrar nauðsynlegrar færni og þekkingar, þá býður WHE verkefnið þér að moða úr mörgum valkostum, en þeir mest aðlaðandi eru þó sjálfsagt ungmennavettvangurinn og sjálfboðaliðar til heimsminjaverndar-áætlunin.

 

Heimsminjavettvangur ungmenna

Vettvangurinn getur skapað þér og kennurum þínum tækifæri til þess að skiptast á reynslusögum og hugmyndum um hvernig sé best að haga því að láta heimsminjar til sín taka og að koma þeim á framfæri. Þér munu gefast tækifæri til þess að kynnast fólki frá öðrum löndum og kynnast arfleifð þeirra. Kannski verður þér jafnvel boðið að vera fulltrúi ungmennavettvangsins á fundinum með alþjóðaarfleifðarnefndinni. Fram að þessu, þá hafa 40 alþjóðlegir og svæðisbundnir ungmennavettvangar átt sér stað þar sem meira en 1.560 manns á unga aldri tók þátt.

 

Heimsminjasjálfboðaliðarnir

Ef þú ert á milli 18 og 30 ára gamall, þá getur þú tekið þátt í átaksbúðum ungmenna sem sjálfboðaliði í 2 til 4 vikur. Þar mun þér gefast tækifæri til þess að grípa til raunverulegra aðgerða og taka virkan þátt í því að kynna og varðveita heimsminjarnar. Tækifæri mun einnig gefast til þess að hitta meðlimi ungmennasamtaka auk minja- og menntunarsérfræðinga.