Skip to main content
© Headway - Unsplash © Headway - Unsplash

Launaviðtöl: Hvar ætti ég að byrja?

Síðast uppfært Þriðjudagur, 24/08/2021

Á meðan á starfsferli þínum stendur gætir þú fengið tækifæri á að semja um laun þín. Það er krefjandi verkefni. Ferðu inn með háa kröfu og hættir á að móðga viðkomandi? Eða ferðu inn með lága kröfu og hættir á að vanmeta kunnáttu þína? Í þessari grein erum við með nokkrar ábendingar til að koma þér af stað.

Kynntu þér hlutina

Þú vilt hefja viðræðurnar með skýra launatölu – eða til og frá tölu – í huga þannig að þú hafir góðan upphafspunkt sem þú getur byggt á. En það er mikilvægt að tryggja að þessi tala sé raunhæf annars gæti launaviðtalið farið öðru vísi en þú vonast til. Frábær leið til að fá skýra mynd af því sem þú ættir að stefna að er að kynna sér svipaðar stöður og laun, sem gefur þér betri samningsstöðu.

 

Þekktu þitt eigið virði

Kannski ertu góð(ur) sölumaður. Kannski geturðu vélritað 70 orð á mínútu. Kannski geturðu tekið hugmynd og breytt henni í eitthvað töfrandi. Hverjar svo sem kunnáttur þínar eru, geta þær verið ómetanlegar hvaða fyrirtæki sem er. Þær eru líka frábærir samningspunktar þannig að passaðu að taka þær með í reikninginn þegar þú undirbýrð mál þitt.

 

Láttu atvinnurekandann leiða viðtalið

Eins og þú verður atvinnurekandinn líklega einnig með skýra launatölu í huga. Þó hún gæti verið svipuð og þín gæti hún einnig verið mjög ólík. Leyfðu þeim að leiða samtalið og sýna sína tölu fyrst. Þannig getur þú séð hversu langt er á milli ykkar og gefa þér færi á að aðlaga þína tölu ef þú vilt.

 

Haltu ró þinni 

Það sem við þénum getur haft mikil áhrif á líf okkar, sem gætu gert launaviðtöl mjög tilfinningasöm. Þó að það sé skiljanlegt er mikilvægt að reyna og halda tilfinningum utan við ferlið eins og hægt er. Ef þú heldur ró þinni hjálpar það þér að sýna faglegt viðmót sem er líklegt að höfði til atvinnurekenda. Tilfinningasemi getur hins vegar styggt atvinnurekandann og veikt samningsstöðu þína.

 

Taktu þér tíma 

Launaviðtöl geta verið ógnvekjandi og stressandi, þannig að það gæti verið freistandi að flýta sér í gegnum þau. Ekki falla í þá freistni! Taktu þér tíma og passaðu að þú farir yfir öll atriði sem eru þér mikilvæg. Þú vilt alls ekki koma út úr launaviðtalinu og sjá eftir einhverju.

 

Við vonum að þessi ráð hjálpi þér að ná þeim launum sem þú vilt. Gangi þér vel með launaviðtalið.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

 

 

Fyrirvari: Hvorki Eures né framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa lýst yfir sérstökum stuðningi við ofangreindar heimasíður þriðju aðila.

 

Grein gerð í samstarfi við EURES, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.