European Youth week

Evrópska ungmennavikan er hátíðahöld ungs fólks vítt og breitt um Evrópu, sem einsetur sér að sýna á hversu fjölbreyttan hátt það tekur þátt í sínu eigin samfélagi, hvort heldur sem er á heimaslóðum eða á svæðis- lands- eða jafnvel alþjóðlega vísu.

 

Mörg hundruð viðburðir fara fram í þeim 33 löndum sem taka þátt í áætluninni Evrópa unga fólksins á vegum Evrópusambandsins, allt frá kvikmyndahátíðum og skyndifundum til tónleika og götuskemmtana.

 

Til þess að komast að því hvað er í bígerð í næsta nágrenni við þig, farðu þá inn á vef Evrópsku ungmennavikunnar og síðan á dagskrá viðburða hennar (smelltu á hnappana til hægri á þessari síðu.) Langflestir viðburðanna munu fara fram á meðan á ungmennavikunni sjálfri stendur, frá 26. maí til 2. júní, en þó munu nokkrir viðburðir eiga sér stað bæði á undan og eftir þeirri viku. Nokkur lönd eru enn að undirbúa sína viðburði, þannig að best er að fara reglulega inn á dagskrána til þess að athuga hvort nýjir atburðir hafi bæst við.

 

Nokkrir af viðburðunum í Brussel verða einnig sendir beint út á netinu, þar með talið verðlaunaafhendingar og umræður, þannig að best er að finna þá nú þegar í rafrænu dagskránni og tengjast svo þegar þar að kemur.

 

Þú getur einnig kynnt þér hvað um er að vera á Facebook síðu Evrópsku ungmennavikunnar (sjá hér að neðan) og komist að því hvað fólk er að segja um vikuna á Twitter og Instagram streymum (líka hér að neðan.) Taktu svo sjálfur þátt í gegnum "#ungmennavikan"!

íslenska