Skip to main content
Submitted by Beatriz RODRIG… on
Route Family
Draw lines
Yes
Color
#66C1F6
Cities/Points
Name
Viana do Castelo
Country
Portugal
Population
88725
Why visit?

Viana do Castelo liggur á svæði með óviðjafnanlegri náttúrufegurð, sem gefur frábær tækifæri til að fara út og vera virk(ur) með því að hjóla eða ganga meðfram strandlengjunni. Viana do Castelo hélt utan um hjólaleið sem hluti af Evrópskri íþróttaviku árið 2023 og mun endurtaka það nú árið 2024, svo tékkaðu á leiðunum ef þú þarft innblástur. Bærinn býður einnig upp á gott aðgengi að fallegum ströndum til að synda eða ganga og er þekktur staður til að stunda brimbretti, seglbretti, flugdrekabretti og líkamsbretti. Hvernig sem þú vilt hreyfa þig, þá býður þessi bær í Norður-Portúgal upp á marga kosti.

Image
Viana do Castelo - Portúgal
Coordinates
41.7159598,-8.8867878
Tags with icon
#BeActive
Bikeable City
Spots to Swim
Plenty of Nature
Name
Santiago de Compostela
Country
Spain
Population
96405
Why visit?

Santiago de Compostela er höfuðborg héraðsins Galisíu og þekkt fyrir skóga, skógi vaxna dali, villtar strendur og vita. Notaðu Santiago sem upphafspunkt til að kanna náttúru Galisíu, eins og Costa da Morte-klettana, Islas Atlánticas-þjóðgarðinn, Las Catedrales-ströndina, vita gönguleiðina eða gljúfur Sil- og Miño-ánna. Santiago de Compostela er einnig vel þekkt sem endastöð Camino de Santiago, frægrar pílagrímsferðar sem á upphafspunkta víða í Evrópu. Ef þú vilt ögra þér með langferð, þá er frábært að prófa þessa. Fyrir þau sem kjósa frekar að vera á tveimur hjólum, er Santiago líka endastöðin fyrir EuroVelo-leið 3.

Image
Santiago de Compostela
Coordinates
42.8801976,-8.5859694
Tags with icon
#BeActive
Walkable City
Name
Donostia-San Sebastián
Country
Spain
Population
186665
Why visit?

Donostia-San Sebastián er draumabær. Fyrirferðalítill og vel staðsettur fyrir göngur, hefur hann einnig þrjár fallegar strendur í miðjum bænum, svo auðvelt er að fara að synda. Meðan þú dvelur þar geturðu lært um hefðbundna baska leikinn pelóta pelota eða horft á aðrar hefðbundnar íþróttir og fengið innblástur. Ef þessi íþrótt gerir þig svolítið svangan, prófaðu þá pinchos, týpískt snakk úr héraðinu, sem venjulega er borið fram á kokteilpinnum. Þetta eru litlir bitar, svo þetta er góð leið til að prófa alls konar bragðtegundir. Borgin er líka umkringd hæðum, sem gefur tækifæri til að ganga eða hjóla á fjöll.

Image
San Sebastián - Spánn
Coordinates
43.3071977,-2.1215358
Tags with icon
Walkable City
Spots to Swim
Plenty of Nature
Name
París
Country
France
Population
2161
Why visit?

Hvað er hægt að segja um París sem ekki hefur verið sagt áður? Hin óviðjafnanlega borg ljósanna mun hýsa Ólympíuleikana árið 2024 á 100 ára afmæli Ólympíuleikanna 1924 í París, og er það í 6. skiptið sem þeir eru haldnir í Frakklandi. Ef þér tekst ekki að fá miða á leikana, skemmtu þér þá við það að rölta um eins og alvöru flaneur og njóttu þess að skoða heimsfræga staði, byggingalist, kaffihús, búðir og götulíf í París. Þú getur farið inn og út úr borgargörðum eða farið yfir Promenade Plantée, sem er 5 km ganga meðfram áður yfirgefinni 19. aldar dalbrú sem nú er upphækkuð gönguleið í garði.

Image
París - Frakkland
Coordinates
48.8587374,2.1822251
Tags with icon
Walkable City
Olympic City 2024
Name
Chamonix
Country
France
Population
8906
Why visit?

Sem gestgjafi fyrstu Vetrarólympíuleikanna árið 1924, hefur Chamonix virðulega sögu sem staður til að fara á skíði, sleða, snjóþrúgur, klifra og svo margt fleira. Við rætur Mont-Blanc, hæsta fjall í Ölpunum, er Chamonix fallegur staður að heimsækja. Þótt að vinsælasta ástæðan til að heimsækja staðinn sé að langmestu leyti til að fara á skíði, þá er samt sem áður margt í boði fyrir aðra en skíðafólk. Ef þú þarft svo að endurnæra þig eftir að hafa verið á hreyfingu utandyra, allan daginn í kuldanum, hví þá ekki að prófa einn af gómsætu réttum Alpanna sem í boði eru í héraðinu, eins og fondue (bræddur ostur) eða raclette (meiri bræddur ostur). 

Image
Chamonix - Frakkland
Coordinates
45.9294714,6.7642853
Tags with icon
Former Olympic City
#BeActive
Name
La Ciotat
Country
France
Population
36441
Why visit?

Ef þú hefur áður heimsótt Frakkland og fylgst með hópi fólks sem stendur í garði og skiptist á að spjalla eða mæla fjarlægðina á milli silfurkúlna, þá ættirðu að kannast við pétanque, klassískan, franskan leik sem á uppruna sinn í La Ciotat. Þegar þú skoðar þennan gullfallega stað á suðurströnd Frakklands, þá er auðvelt að sjá hvernig afslappandi og félagslegur leikur eins og pétanque var fundinn upp hér. Eitt af því besta sem hægt er að gera í La Ciotat er að rölta um þorpið áður en stefnan er tekin á eina af auðaðgengilegu ströndunum til að fá sér sundsprett eða tylla sér til að fá sér rétt úr héraðinu pistou, próvensalíska súpu með árstíðabundnu grænmeti. Ef þú vilt gera eitthvað aðeins erfiðara, þá eru margar góðar gönguleiðir við strandlengjuna.

Image
La Ciotat
Coordinates
43.1877651,5.3221885
Tags with icon
Spots to Swim
#BeActive