Skip to main content

DiscoverEU

If you're 18 and a resident in an Erasmus+ Programme country, it's time to expand your comfort zone

Finding new teammates starts here

Vellíðunarleiðin

Hvað er vellíðun í þínum huga? Er það að eyða tíma með vinum og fjölskyldu, hlæja og borða góðan mat? Er það útivist og ferskt loft? Að fá blóðið á hreyfingu með því að fara út að ganga, hlaupa eða hjóla? Eða er vellíðan fólgin í heimsóknum á söfn og gallerí, eða að skapa eigin list, tónlist eða ritlist? 

Það er mikilvægt að hugsa vel um okkur sjálf og hvort annað og að við séum meðvituð um heilsu okkar og vellíðan í víðum skilningi. Það þýðir að við hugsum um hvað við borðum, að við séum virk og að við hugsum um tilfinningalega vellíðan okkar. Við búum svo vel að Evrópa er frábær staður til að uppgötva á hátt sem getur virkjað okkur sjálf líka og styrkt líkama okkar með góðum mat og huga okkar með áhugaverðum og örvandi upplifunum.

Vellíðunarleið DiscoverEU felur í sér ólík þemu sem tengjast vellíðan með vandlega völdum og áhugaverðum áfangastöðum í Evrópu, allt frá staðir sem alltaf verða vel þekktir eins og París til lítt þekktra staða eins og Álaborg eða Plovdiv. Allt frá sundi í köldum vötnum í Tampere til að prófa hefbundna matargerð í Brindisi og að læra um einstakar íþróttir eins og pelota í San Sebastián, vellíðunarleið DiscoverEU fer með þig í ævintýri þar sem þú lærir hvernig þú stuðlar að eigin heilbrigði og kynnist Evrópskum íþróttum, matarvenjum og menningu á ferðalaginu.

Veldu að ferðast eftir þemaleiðum okkar — sem einblína á mismunandi þætti vellíðunar — eða veldu einfaldlega út þá áfangastaði sem henta þér best! Hvað sem þú velur getur þú verið viss um gæðavalkosti sem verða þér hvatning, upplífgun og valdefling.

Sumir þessara áfangastaða hafa verið heimabæir ólympíuleikanna, eru viðurkenndir sem góðir staðir til að ganga eða hjóla, á meðan aðrir eru þekktir fyrir ríka matarmenningu eða hafa reglulega verið viðurkenndir sem heimabæir hamingjusömustu íbúa Evrópu. Þú munt einnig finna borgir með Access City Award viðurkenningu; það eru borgir sem hafa lagt sérstaklega mikið af mörkum til að auðvelda aðgengi fyrir öll, óháð aldri, hreyfanleika eða getu.

Taktu af skarið og veldu þá áfangastaði eða þemu sem vekja áhuga þinn, og byrjaðu að kanna...!