Skip to main content
DiscoverEu Meetp-up

Það sem þú þarft að vita fyrir DiscoverEU ferðalagið þitt áður en þú pakkar!

Síðast uppfært Miðvikudagur, 08/10/2025

Evrópa er stútfull af fólki til að hitta, menningu til að upplifa, tungumálum til að læra og sögu til að uppgötva. Til að hjálpa þér að komast af stað deilum við aðgengilegum ferðaábendingum og hagnýtum ráðum sem munu hjálpa þér á leiðinni.

Fögnum 40 árum af Schengen!

Schengen-svæðið er eitt stærsta afrek ESB. Þökk sé þessum samningi, sem undirritaður var 14. júní 1985, geturðu í dag ferðast frjálst frá einu landi til annars meðal 29 Schengen-ríkja, 25 ESB-ríkja og 4 ríkja utan ESB - Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss - án þess að þurfa að stoppa vegna landamæraeftirlits!

Til að fagna 40 ára afmæli Schengen skaltu deila myndunum þínum á Instagram þegar þú ferð yfir landamæri á DiscoverEU ferðalaginu þínu! Sláðu einfaldlega inn „Schengen“ í Giphy leitarstikuna á Instagram til að finna sérstakar afmælis-hreyfimyndir — og sýndu vinum þínum hversu mörg lönd þú hefur heimsótt.

Upplýsingaefnið um Schengen er líka komið út. Hjálpaðu okkur að kynna það!

Áður en þú ferðast

Dragðu úr líkum á óvæntum uppákomum! Reyndu að bóka ferðina þína fyrirfram svo þú hafir tíma til að kanna aðgengi á og í kringum staðinn sem þú vilt heimsækja.

Því skipulagðari og betur undirbúin/n sem þú ert fyrir ferðina, því minna streituvaldandi verður hún því þú veist við hverju þú átt að búast. Vertu með plan B tilbúið til öryggis.

Það sem þú verður að vita fyrir ferðina þína

  • Gættu þess að eigur þínar séu öruggar og að þú þekkir farþegaréttindi þín.
  • Gættu að þér, taktu evrópska sjúkratryggingakortið þitt með þér.
  • Vertu sjálfbær, keyptu margnota vatnsflösku til að forðast óhóflega sóun.
  • Taktu þér góðan tíma, ekki þjóta um allt og fylgstu með eyðslu þinni.
  • Og auðvitað, treystu sjálfri/sjálfum þér, þú veist meira en þú heldur. Hittu heimamenn og lærðu meira um menningu þeirra, prófaðu nýjan mat og ráfaðu utan alfaraleiða, þú veist aldrei hvað þú gætir uppgötvað!

Hafðu varann á

Undirbúningur er lykillinn að því að lágmarka áhættu. Gættu þess að kynna þér áfangastaði vel, bókaðu alla gistingu fyrirfram og geymdu til vara prentuð eintök af öllum bókunum og öðrum mikilvægum skjölum, bara til öryggis. Þú ættir líka að halda fjölskyldu þinni og vinum upplýstum um alla ferðaáætlun þína svo þau viti ávallt hvar þú ert. Ef það er mögulegt er best að ferðast í hópi fólks sem þú þekkir og treystir svo að þið getið passað upp á hvert annað. Ekki gleyma að taka með þér sjúkrakassa líka! Og mikilvægast af öllu, fylgstu með umhverfi þínu og notaðu dómgreind þína þegar kemur að einhverju grunsamlegu. 

Skjölin þín og gátlisti

Það er kannski ekki mest spennandi hluti ferðarinnar, en pappírsvinnan er einn mikilvægasti þátturinn. Gakktu úr skugga um að þú skiljir ekki eftir nein mikilvæg skjöl heima með því að haka við þau á skjalagátlistanum okkar! Ekki gleyma heldur að athuga allt það sem skiptir máli við undirbúning DiscoverEU ferðar. 

Leggjum í hann! Ævintýri bíður þín! 

DiscoverEU snýst um að kynna sér ný lönd og menningu, stíga út fyrir þægindarammann og prófa nýja hluti. Svo hvers vegna ekki að hlusta á róandi járnbrautarniðinn, koma sér þægilega fyrir í gluggasæti og hugsa um leyndardóma alheimsins ásamt því að geta lesið án þess að fá svima?

Og þú veist hvað sagt er, ferðin sjálf er áfangastaðurinn, svo hvers vegna ekki að uppgötva Evrópu með því að ferðast eftir mögnuðum lestarleiðum?

Ferðaupplýsingapakki sem gagnast þér:

a)   Leiðbeiningar um reglur / forskriftir DiscoverEU

b)   Hvað er að sjá og gera á ferðalögum

Leiðbeiningar til að veita ferðamönnum innblástur um hvert þeir eigi að fara og hvað eigi að gera eins og að ferðast utan alfaraleiða, ferðast utan árstíðar, sýndarmenning, lestarslóðar o.s.frv.

c)   Góðar ábendingar fyrir ferðalög

d)   Gagnlegar upplýsingar

e)  Algengar spurningar um öryggi

f)   Hvernig á að undirbúa sig

  • Leiðarvísir með gátlista yfir hluti til að undirbúa frá A-Z fyrir DiscoverEU

g)   Næstu skref