Skip to main content

DiscoverEU

If you're 18 and a resident in an Erasmus+ Programme country, it's time to expand your comfort zone

Finding new teammates starts here

DiscoverEU

Þessari umsóknarumferð hefur verið lokað. Tvær umsóknarumferðir fara fram ár hvert, ein á vorin og ein á haustin. Fylgstu með á þessari síðu svo þú getir sótt um í næstu umferð!

Ert þú 18 ára eða eldri og íbúi í aðildarríki ESB eða öðrum þátttökulöndum Erasmus+? Undirbúðu þig undir að uppgötva Evrópu! 

Hvað er DiscoverEU?

DiscoverEU er hluti af Erasmus+ áætluninni og veitir þér tækifæri á að uppgötva þann fjölbreytileika sem Evrópa hefur upp á að bjóða, læra um menningararfleifð hennar og sögu, og tengjast fólki víðs vegar að í heimsálfunni.  

Þú færð kost á ferðapassa og þú ferðast aðallega með lest. Skoðaðu reglurnar sem gilda fyrir þau sem búa á eyjum og á afskekktum svæðum.

Sem valinn ferðalangur færð þú í hendurnar DiscoverEU evrópska ungdómskortið sem hefur að geyma ríkulega afslætti á menningarviðburðum, námstengdum viðburðum, íþróttaviðburðum, almenningssamgöngum, gistingu og mat.

Hvernig virkar það?

Til að vera hæfur umsækjandi þarft þú að:

  • Vera 18 ára eða eldri á fyrsta degi ferðarinnar;
  • Skrifa rétt númer á skilríki, vegabréfi eða íbúaskilríki í umsóknareyðublaðið á netinu;
  • Vera ríkisborgari eða íbúi* í einhverju af eftirfarandi löndum:
    • Aðildarríki ESB, þ.m.t. lönd og yfirráðarsvæði handan hafsins (OCTs), eða   
    • einu af hinum þátttökulöndum Erasmus+ áætluninnar: Íslandi, Liechtenstein, Norður Makedóníu, Noregi, Serbíu og Tyrklandi. 

* Frekari upplýsingar finnur þú í kaflanum Reglur “2. Hæfir umsækjendur“

Síðan er skilyrði að taka þátt í spurningakeppni (nema ef þú sækir um sem hluti af hópi).

Ef þú ert með fötlun eða veikindi sem setur þér skorður á ferðalögum færð þú aðstoð og stuðning. Skoðaðu Algengar spurningar C.13 ef þú vilt frekari upplýsingar.

Get ég ferðast með vinum mínum?

Já, það getur þú! Þú getur farið ein/einn/eitt þíns liðs eða í hópi með allt að 4 vinum að því gefnu að þau eru einnig hæfir umsækjendur samkvæmt skilyrðunum hér að ofan. Vinir þínir nota umsóknarkóðann þinn þegar þau sækja um. Skoðaðu Algengar spurningar B.5 til B.11 ef þú vilt frekari upplýsingar.

Þú getur einnig aðlagað ferðaplön þín öðrum DiscoverEU ferðalöngum! DiscoverEU Facebook hópurinn er góður vettvangur til þess. Bættu þér við hópinn núna til að byrja að spjalla við aðra þátttakendur.

Þegar þú hefur orðið fyrir valinu mun landsskrifstofa Erasmus+ aðstoða þig við að tengjast og læra með fræslufundum og viðburðum fyrir ferðalanga áður en þú leggur af stað.

Að deila upplifuninni

Valdir þátttakendur verða sjálfkrafa DiscoverEU fulltrúar. Sem fulltrúi, munum við bjóða þér að deila ferðaupplifun þinni á samfélagsmiðlum með því að nota #DiscoverEU. Þú getur einnig haldið kynningar í skólanum þínum eða á öðrum opinberum vettvangi.

Ég vil fá að vita meira!

Hefur þú áhuga á að heyra um fyrri umsóknarumferðir? Skoðaðu DiscoverEU upplýsingablöð ef þú vilt fá að vita meira um hvað annað ungt DiscoverEU ferðafólk hefur gert og upplifað.

Evrópa að fótum þér. Taktu fyrsta skrefið.     

 

TedX innblástursmyndband með Vincent-Immanuel Herr