Skip to main content

DiscoverEU

If you're 18 and a resident in an Erasmus+ Programme country, it's time to expand your comfort zone

Finding new teammates starts here

Menningarleið DiscoverEU

Allt frá háum gotneskum turnspírum að tískulínum sem breyttu heiminum, tónlistarverk sem sköpuðu nýja tónlistartegund og þjóðsögur sem gengið hafa á milli kynslóða, það er ljóst að menning er það sem fær hjarta Evrópu að slá. Af svo miklu er að taka að það getur verið erfitt að vita hvar og hvernig á að nálgast það besta af því sem er í boði þegar ferðalög um álfuna með DiscoverEU passa vara aðeins í nokkra daga eða nokkrar vikur. Við leiðbeinum þér! Menningarleið DiscoverEU er safn vel valdra evrópskra áfangastaða fyrir þá sem hafa áhuga á kvikmyndum, tísku, mat, listum og fleira.

Frá Guimarães til Eskişehir og frá Stavanger til Valletta, ef þú fylgir menningarleið DiscoverEU upplifir þú ævintýri á meðan þú lærir um ríka og fjölbreytta menningararfleifð Evrópu. Þú getur valið að ferðast eftir sérhæfðum leiðum — þar sem hver leið er með sérstakt menningarþema, þar á meðal Hönnun, saga, tónlist, arkitektúr, bókmenntir, tíska, listir, leiklist, kvikmyndir, alþýðulist og matur — eða settu einfaldlega saman þína eigin valkosti! Hvað sem þú velur hefur þú úr fjölda menningarlegra upplifana að velja til að róa sál og líkama.

Sumir þessara áfangastaða hafa hlotið viðurkenningu sem menningarhöfuðborg Evrópu, og öðrum hefur verið bætt við Heimsminjaskrá UNESCO, eða eru stoltir handhafar Evrópuminjamerkisins. Þú finnur einnig borgir með merki Access City verðlaunanna; það eru borgir sem hafa lagt sérstaklega mikið af mörkum til að auðvelda aðgengi fyrir öll, óháð aldri, hreyfanleika eða getu.

Taktu af skarið, veldu þér menningarefni og kannaðu möguleikana...!