Stafræna leið DiscoverEU
Ertu að leita að hugmyndum um hvert á að ferðast á DiscoverEU ævintýri þínu? Hefurðu einhvern tíma velt fyrir þér hvernig borg framtíðarinnar líti út?
Nú hefur þú tækifæri til að kanna borgir morgundagsins! Við kynnum stafrænu leiðina, kort yfir evrópskar borgir þar sem er að finna hvað mesta stafræna kunnáttu og eru í fararbroddi með að nota stafræna tækni í byggingum, götum og öðru manngerðu umhverfi. Í mörgum þessara borga er hægt að tengjast ókeypis þráðlausu neti á almenningssvæðum, nota app til að athuga hvar næsta strætó er staddur, eða hoppa á rafmagnshjól til að uppgötva borgina.
Sumar þessara borga státa af titlinum Nýsköpunarhöfuðborg Evrópu – en það eru borgir sem ESB hefur veitt sérstaka viðurkenningu fyrir nýsköpun í borgarskipulagi, t.d. í samgöngum og aðgengi að opinberri þjónustu. Aðrar eru svokallaðar „snjallborgir“ og nota gögn og gervigreind til að gera starfsemi borgarinnar — t.d. götulýsingu eða sorphirðu — skilvirkari. Enn aðrar eru „skynsamlegar borgir“ sem nota háþróaða tækni til að bæta lífsgæði íbúa á grænan, sjálfbæran og ábyrgan hátt. Margar borganna á leiðinni bjóða íbúum einnig upp á þjálfun í stafrænni færni.
Þessar borgir eru í fararbroddi #DigitalEU í að ryðja leið til framtíðar ásamt verkefnum eins og Digital Europe Programme og #WiFi4EU – skoðaðu kortið hér að neðan og kannaðu allar upplýsingarnar sem þar eru að finna! Ekki nóg með það - ef þú hefur áhuga á sjálfbærni og vilt bæta við grænum borgum inn í ferðaáætlun þína - því ekki að skoða Grænu leið DiscoverEU?
