Skip to main content

DiscoverEU

Þakka þér fyrir áhuga þinn. Umsóknartímabilið er nú lokað. Niðurstöður fyrir vorumferð eru birtar — Skoðaðu tölvupóstinn þinn! Áætlað er að næsta umsóknarlota verði opnuð haustið 2023 (tilkynnt verður um sérstakar dagsetningar síðar). Ef þú ert 18 eða eða að verða 18 ára árið 2023 skaltu fylgjast með þessu plássi fyrir DiscoverEU-ferðapassann þinn!

 

Ertu 18 ára að aldri og löglegur íbúi í einu aðildarríkja ESB eða þriðju löndum sem taka þátt í Erasmus+? Gerðu klárt fyrir að kanna Evrópu! DiscoverEU er stolt yfir að vera hluti af Erasmus+-áætlununum!

 

Hvað er DiscoverEU?

DiscoverEU er aðgerð innan Erasmus+-áætlunarinnar sem veitir þér tækifæri til að uppgötva Evrópu gegnum nám. Með því að ferðast aðallega með lestum (á þessu eru undantekningar fyrir þá sem búa á eyju eða fjarlægu svæði) uppgötvarðu stórkostlegt landslag og margvíslegar borgir og bæi í Evrópu. Þú getur sótt um á tveimur umsóknartímabilum ár hvert. Heppnir umsækjendur fá úthlutað ferðapassa.

Sem 18 ára íbúi í Evrópusambandinu eða einu af þriðju löndum sem eru aðilar að Erasmus+-áætluninni, s.s. Íslandi, Liechtenstein, Norður-Makedóníu, Noregi, Serbíu og Tyrklandi, býðst þér tækifæri til að taka þátt í ferðaupplifun gegnum DiscoverEU sem gerir þér kleift að kanna margbreytileika Evrópu, kynna þér menningararfleifð hennar og stofna til kynna við fólk hvaðanæva úr álfunni. Þar að auki gerir DiscoverEU þér kleift að þróa lífsleikni sem kemur þér til góða síðar meir, svo sem sjálfstæði, sjálfstraust og opin viðhorf gagnvart öðrum menningarheimum.  

Valdir þátttakendur munu fá DiscoverEU evrópskt ungmennakort sem gerir þeim kleift að fá afslátt af menningarheimsóknum, námsstarfsemi, íþróttum, staðbundnum samgöngum, gistingu, mat o.fl.

Hvenær er næsta umsóknarlota?

Yfir 200 000 ungmennum hefur verið úthlutað ferðapassa síðan fyrsta umsóknarlotan var haldin í júní 2018. Önnur lota verður haldin á tímabilinu frá þriðjudegi 15. mars 2023 kl. 12:00 á hádegi (að miðevróputíma, CEST) til kl. 12:00 á hádegi (CEST) þriðjudaginn 29. mars 2023. Sérstakur hnappur, „Sæktu um strax“, mun birtast á þessari síðu þegar stóra stundin er runnin upp! 

Til að vera gjaldgeng(ur) þarftu að:

  • vera fædd(ur) á tímabilinu frá og með 1. júlí 2004 til og með 30. júní 2005;
  • fylla inn rétt númer persónuskilríkis, vegabréfs eða dvalarleyfis á netlæga umsóknareyðublaðinu;
  • vera borgari eða löglegur íbúi eins eftirfarandi ríkja: 

          -  eins aðildarríkja Evrópusambandsins, þ.m.t. landa og yfirráðasvæða handan hafsins eða 
          eins þriðju landa sem er aðili að Erasmus+-áætluninni: Ísland, Liechtenstein, Norður-Makedónía, Noregur, Serbía og Tyrkland. 

* Nánari upplýsingar er að finna í kaflanum Reglur “2. Gjaldgengir umsækjendur“

Síðan þarftu að taka þátt í getraun (nema ef þú sækir um sem þátttakandi í hóp).

Ef þú verður fyrir valinu geturðu ferðast í að lágmarki 1 dag og allt upp í 30 daga milli 15. júní 2023 og 30. september 2024

Taktu eftir að ef þú býrð við fötlun eða heilsuvandamál sem gerir erfiðara fyrir þig að ferðast færðu aðstoð og stuðning svo að þú getir tekið þátt. Kíktu á Algengar spurningar C.13 til að fá nánari upplýsingar.

Ertu of ung(ur) til að taka þátt í þessari lotu? Engar áhyggjur! Það verður haldin lota að vori og hausti á hverju ári.

Get ég ferðast með vinum mínum?

Já, ekkert mál! Þú ræður því alfarið sjálf(ur). Þú getur farið ein(n) þíns liðs eða bætt allt að 4 vinum í hópinn þinn svo framarlega sem þeir uppfylla skilyrðin um þátttöku sem nefnd eru hér að ofan. Þau nota þá umsóknarkóðann þinn til að senda inn sína eigin umsókn. Kíktu á Algengar spurningar B.5 til B.11 til að fá nánari upplýsingar.

Þú getur líka prjónað ferðaplön þín saman við plön annarra DiscoverEU-ferðalanga! DiscoverEU-Fésbókarsíðan er kjörinn vettvangur til að gera það. Gakktu í hópinn núna til að rabba við aðra þátttakendur.

Þegar þú hefur verið valin(n) hjálpa landsskrifstofur Erasmus+ þér að tengjast og fræðast meira, með því að skipuleggja undirbúningsfundi og stefna ferðalöngum saman.


„Veröldin bíður þín. Pakkaðu í besta vin þinn, bakpokann, og leggðu af stað.“

 

Deildu reynslu þinni 

Við munum bjóða þér, sem sendiherra DiscoverEU, að deila ferðaupplifunum þínum á samfélagsmiðlum - Instagram, Facebook og/eða Twitter - með því að nota #DiscoverEU. Þú gætir einnig ákveðið að halda erindi í skólanum þínum eða nærsamfélagi. Þar að auki gætirðu tekið þátt í #DiscoverEU mynda-/vídeó- #Keppni og unnið æðisleg verðlaun. 

Ég vil vita meira!

Hefurðu áhuga á að frétta hvernig fyrri umsóknarlotur voru? Kíktu á DiscoverEU-upplýsingablöðin og lestu meira um framtakið og upplifanir sumra af okkar ungu DiscoverEU-ferðalöngum.

 

Evrópa er rétt handan við hornið. Taktu fyrsta skrefið.
 

 

Áhugavert TedX-myndband frá Vincent-Immanuel Herr