Skip to main content
Submitted by Roxanne VAN DE… on
Draw lines
Yes
Color
#147168
Cities/Points
Name
Cluj-Napoca
Country
Romania
Population
323000
Why visit?

Cluj-Napoca er frábær staður til að heimsækja þökk sé fallegum torgum, földum götum, óvenjulegum kaffihúsum og líflegu næturlífi. Þessi rúmenska borg var útnefnd sem Ungmennahöfuðborg Evrópu árið 2015 og varð fyrsta austur-evrópska borgin til að komast á lokastig í vali á Nýsköpunarhöfuðborg Evrópu árið 2020. Borgin státar af neti 18 ókeypis WiFi heitreita sem er þægilegt hvort sem þú ert að leita að þýðingum til að eiga samskipti við heimamenn eða vilt rata í miðbænum. Á meðan þú ert í Cluj skaltu gefa þér smá tíma til að slaka á í hengirúmi í Central Park, heimsækja þjóðfræðigarðinn Romulus Vuia til að læra meira um sögu Transylvaníu og blanda geði við stúdenta í borginni á einum af líflegum börum Piezișă-götunnar. 

Image
Cluj-Napoca
Coordinates
46.7834818,23.5464729
Tags with icon
Free public Wi-Fi
Digital public services
European Capital of Innovation
Name
Alba Iulia
Country
Romania
Population
75000
Why visit?

Alba Iulia er fyrsta snjallborg Rúmeníu. Þökk sé nýsköpun er borgin að verða sjálfbærari. Alba Iulia hefur þegar dregið úr orkunotkun sinni þökk sé lausnum til að stýra lýsingu í borginni. Sem gestur þessarar sögulegu borgar getur þú notið ókeypis WiFi með yfir 228 aðgangsstöðum í borginni og 15 í almenningssamgöngum. Til að fá bestu ráðleggingar um hvað þú getur gert á meðan þú ert í borginni skaltu sækja Visit Alba Iulia appið! Ekki missa af vaktskiptingunni í Alba Carolina borgarvirkinu og á meðan þú röltir um borgina skaltu virða fyrir þér stytturnar. Borgarvirkið er fullt af bronsstyttum af íbúum Alba Iulia sem sýna mismunandi augnablik á langri ævi þeirra. Þannig að, taktu myndir til að fanga varanlegar minningar!
 
 

Image
Alba Iulia
Coordinates
46.0616789,23.5229834
Tags with icon
City app
Sustainable technology
Free public Wi-Fi
Name
Craiova
Country
Romania
Population
303000
Why visit?

Craiova í Rúmeníu státar af einstakri blöndu af list, arkitektúr og þjóðfræði. Þar eru strax komnar 3 góðar ástæður til að heimsækja borgina! Í þessari borg sem er auðug af glæsilegum byggingum finnur þú margar byggingar sem voru reistar í hinum einstaka byggingarstíl Brâncovenesc. Listasafnið sýnir listaverk eftir myndhöggvarann Constantin Brâncuși. Á meðan þú ert í Craiova skaltu gæta þess að láta ekki tónlistarbrunninn framhjá þér fara! Og skoðaðu líka hinn gróðursæla garð Nicolae Romanescu þar sem hægt er að fá sér langan göngutúr. Craiova hefur einsétt sér að verða grænni borg og er nú að innleiða fjölda snjallra verkefna. Borgin nýtur nú þegar góðs af LED lýsingarkerfum og áform eru um að stækka þau fyrir árið 2025. 

Image
Craiova
Coordinates
44.3232634,23.7366253
Tags with icon
City app
Smart city
Sustainable technology
Name
Vidin
Country
Bulgaria
Population
43000
Why visit?

Hefur þú heyrt um Vidin? Það er svo sannarlega þess virði að staldra við í þessum hafnarbæ í norðuvesturhluta Búlgaríu enda er margt þar að skoða! Á meðan þú ert í Vidin skaltu ekki missa af miðaldarvirki og múrum Baba Vida. Búlgarar byggðu þetta minnismerki á 10. til 13. öld, og það er eitt af síðustu ósnortnu virkjum Búlgaríu. Í dag heldur sveitarfélagið áfram að sjá um byggingar sínar og hefur skuldbundið sig til að taka þátt í MAKING-CITY Horizon 2020 verkefni ESB. Þetta verkefni miðar að því að sýna fram á hvernig hægt er að umbreyta orkukerfum í þéttbýli á skilvirkan hátt í snjallborgir með lítilli kolefnislosun. Það mun fela í sér endurnýjun íbúðarhúsnæðis og hámörkun samþættingar endurnýjanlegra orkugjafa í Vidin.

Image
Vidin
Coordinates
43.9796808,22.8423547
Tags with icon
Sustainable technology
Smart city
Name
Sófía
Country
Bulgaria
Population
1236000
Why visit?

Er jógúrt það eina sem þú veist um Búlgaríu? Ef svo er skaltu setja skeið í bakpokann og skella þér til Sófíu! Í höfuðborg Búlgaríu er margt spennandi að sjá, prófa og borða! Þegar þú ert í Sófíu mælum við með því að fara í ókeypis matarferð með Balkanbita fyrirtækinu. Á ferð um þessa fallegu borg verður komið við í 5 mismunandi verslunum og veitingastöðum til að fræða þig um sérstöðu búlgarskar matargerðar. Og ef þú vilt frekar uppgötva borgina á eigin spýtur getur þú sótt gagnvirkt kort af Sófíu! Höfuðborg Búlgaríu er á leiðinni að verða snjallborg. Sofia tók þátt í Digital Cities Challenge verkefni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að búa til nýtt stórgagnaöndvegissetur. Höfuðborgin setti líka upp 22 hágæða þráðlausa aðgangsstaði sem bjóða upp á ókeypis 100 Mbit/s Wi-Fi. 

Image
Sófía
Coordinates
42.695537,23.2539071
Tags with icon
City app
Intelligent Cities Challenge
Free public Wi-Fi
Name
Þessalóníka
Country
Greece
Population
315000
Why visit?

Þessalóníka, sem var áður útnefnd menningarhöfuðborg Evrópu, státar af einstakri blöndu af sögulegum kennileitum, menningarhefðum og ljúffengri matargerð. Tveir af áhugaverðustu stöðum borgarinnar eru staðsettir við sjávarbakkann: Hvítí turninn og tónlistarhúsið. Ströndin er líka fullkominn staður til að dást að töfrandi sólsetri. Fyrir lestarunnendur mælum við með að heimsækja lestarkirkjugarð Þessalóníku. Þegar þú ert í borginni færðu aðgang að ókeypis þráðlausu neti á 16 heitreitum. Sveitarfélagið Þessalóníka stefnir að aukinni nýsköpun. Það vinnur nú að verkefni sem felur í sér stafvæðingu opinberrar þjónustu. Gríska borgin hefur hleypt af stokkunum samfélagslegum vettvangi fyrir borgara til að leggja fram áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir. 

Image
Þessalóníka
Coordinates
40.6212524,22.9110079
Tags with icon
Free public Wi-Fi
Intelligent Cities Challenge
City app
Digital public services
Name
Aþena
Country
Greece
Population
664000
Why visit?

Vissir þú að Aþena var fyrsta höfuðborg Evrópu? Borgin hefur verið í stöðugri byggð frá árinu 3.000 f.Kr. En merk saga Aþenu er ekki eina ástæðan fyrir því að þú ættir að koma þar við. Eftir að þú hefur heimsótt hina ómissandi Akrópólis og Meyjarhofið skaltu fara til Plaka. Sögulega miðborgin er fullkominn staður fyrir gangandi vegfarendur að rölta um og njóta grísks matar og drykkjar. Þrátt fyrir fornar rætur sínar er Aþena mjög nútímaleg borg. Hún var útnefnd Nýsköpunarhöfuðborg Evrópu árið 2018. Strætóappið og neðanjarðarlestaappið veita þér stafrænan aðgang að öllum helstu leiðum um borgina. Aþena heldur úti ýmis konar stafrænum uppfærslu- og endurmenntunarverkefnum sem er ætlað að stuðla að snjallborgarnýjungum. 

Image
Aþena
Coordinates
37.9908997,23.70332
Tags with icon
European Capital of Innovation
City app
Startup hotspot