Vaduz er höfuðborg Liechtenstein, indæl borg sem er heimili Liechtenstein Princely fjölskyldunnar. Mest áberandi kennileiti þess er Vaduz kastali sem gnæfir yfir borgina uppi á stórfenglegum klettum. Kastalinn er ekki opinn almenningi en friðsæl gönguferðin upp hæðina er verðlaun í sjálfu sér. Kunstmuseum Liechtenstein er listasafn ríkisins og státar af nútímalist og samtímalist. Lokið var við byggingu þess árið 2000 en byggingin sem er í mónólitískum stíl er merki um hvort tveggja flókna formgerð og hógværan einfaldleika, sem tekur sér mynd í glæsilegum „svörtum kassa“ úr litaðri steypu og dökkum basaltsteini.
Salzburg er staðsett á landamærum Þýskalands og býður upp á stórkostlegu útsýni yfir austurhluta Alpanna, og er borg klassískrar austurrískrar menningar. Hún er fæðingarstaður Wolfgang Amadeus Mozart, en heimili hans á Getreidegasse 9 er nú safn um líf hans og feril. Salzburg hefur einnig verið heimili ýmissa listmálara, t.d. Hans Makart, einum af helstu áhrifavöldum Gustav Klimt, og Tina Blondell sem er brautryðjandi samtímalistamaður. Allt frá leiðsögukerfum fyrir blinda til frjálss aðgangs að bílastæðum fyrir fatlaða, svoleiðis vinnur borgin með fötluðu fólki til að tryggja inngildingu — frumkvæði sem leiddi til þess að Salzburg vann fyrsta sæti Access City Award 2012. Á meðan þú ert í bænum skaltu hafa með þér gönguskóna þína og ganga upp fjallið Festungsberg til að skoða Hohensalzburg, stærsta ósnortna virki Mið-Evrópu.
Borgin Klagenfurt er staðsett við rætur Kreuzbergl fjallsins og hefur upp á að bjóða líflegt og fjölbreytt menningarlíf. Þar eru að finna söfnin Stadtgalerie Klagenfurt og Museum of Modern Art en einnig allmörg einkarekin gallerí og listarými. Fyrir listaunnendur er undantekningarlaust þess virði að heimsækja Emblem Hall í Landhaus Gallery, sem hefur að geyma 665 nákvæmlega málaðar táknmyndir! Taktu lestina í eina klukkustund í vesturátt frá Klagenfurt og þú munt finna Pyramidenkogel Tower, hæsta útsýnisturn heims úr timbri. Þaðan getur þú notið útsýnis yfir Alpana. Viltu ekki taka stigann alla leið niður? Þú getur sleppt tröppunum og í staðinn rennt þér niður í 120 metra langri rennibraut.
Þegar þú kemur á lestarstöðinni í Nova Gorica, gætir þú óvart gengið yfir landamærin til Ítalíu, þar sem slóvenska borgin er ekki nema um fimm mínútna gangur frá Gorizia, ítölsku tvíburaborg hennar. Nova Gorica er ungur bær sem byrjaði að byggjast upp á sjötta áratugnum – en galleríið City Gallery sem þar er að finna er eitt þekktasta listarýmið á Goriška svæðinu. Slóvenska borgin verður menningarhöfuðborg Evrópu 2025 og mun sá titill einnig ná yfir tvíburaborgina Gorizia í Ítalíu. Á meðan þú reikar um götur borgarinnar tekur þú eftir skýrum dæmum um nútíma arkítektúr sem þú getur borið saman við sögulegt yfirbragð svæðisins ef þú heimsækir safnið Goriška Museum. Ekki missa af því að ná lestinni yfir Sokan brúnna — eina lengstu steinlestarbrú heims — og fá magnað útsýni yfir svæðið.
Slóvenska höfuðborgin hefur síðastliðinn áratug umbreyst í miðdepil umhverfissinnaðra, þekkt fyrir göngugötur sem gera miðborgina að yndislegum stað fyrir fótgangandi. Stærsta sjónlistasafn Slóveníu er að finna í listasafni ríkisins, National Gallery, og lístasafn nútímaverka, Museum of Modern Art hefur að geyma listaverk frá 19. og 20. öld. Ljubljana styður við fólk með hreyfihömlun í áætlun sinni ‘Ljubljana. Accessible to all.’ Þess vegna hefur borgin hlotið ítrekaða viðurkenningu Access City Award; með sérstöku hrósi árið 2012, með þriðja sæti árið 2015 og með öðru sæti árið 2018. Ekki missa af því að skoða þekkta kastalann sem er staðsettur á hæðinni í borginni miðri — þar færðu frábært útsýni yfir Ljubljana og nærliggjandi fjöll.