Skip to main content
Submitted by Beatriz RODRIG… on
Route Family
Draw lines
Yes
Color
#E92020
Cities/Points
Name
Kraká
Country
Poland
Population
766683
Why visit?

Ef þú vilt heimsækja borgir með mikið af grænum svæðum, þá er Kraká fyrir þig. Kraká, sem komst í úrslit sem Evrópsk græn borg árið 2023, býður upp á 20 m2 af grænum svæðum fyrir hvern íbúa og gamli bærinn sem er á lista UNESCO hefur að mestu leyti verið gerður að göngusvæði og er yndislegt að rölta þar um. Borgin er reyndar frábær staður til að ganga um fyrir alla og til marks um það, þá var hún valin í annað sætið Aðgengisborgar-verðlaunanna 2012. Ef þig langar að fara í aðeins lengri göngutúr, athugaðu þá Planty-garðinn, sem er yfir 200.000 m2 grænt belti sem umlykur gamla bæinn og kom í staðinn fyrir miðalda víggirðingu sem var þar. Ef þig hungrar í meiri náttúru, þá hefurðu aðgang að engjum, skógum og friðlöndum eftir stutta ferð með sporvagni frá miðbænum.

Image
Kraká - Pólland
Coordinates
50.0464824,19.6929927
Tags with icon
Walkable City
Access City Award Winner
UNESCO World Heritage List
European Green Capital Finalist
Name
Brno
Country
Czech Republic
Population
379526
Why visit?

Brno er eins og ferskt loft og græn vin. Frá mörgum görðum borgarinnar, sem hver hefur sinn karakter og með margt áhugavert í boði, til hreindýragarðs rétt utan við borgina og sem hægt er að fara til með almenningssamgöngum - eru svo margir staðir þar sem hægt er að tengjast náttúrunni. Til dæmis eru Opnir garðar fræðslusvæði með einstöku, látlausu húsi með grænu þaki og göngustíg þar sem hægt er að fræðast á göngunni. Ef þú kýst að hafa slökunina aðeins virkari, þá mælum við með að þú klífir Špilberk og skoðir 13. aldar kastala á toppnum eða farir yfir til Brno-lónsins sem er frábær staður til íþrótta og afslöppunar. Þú getur líka farið í grasagarðinn og frætt þig betur um plöntur.

Image
Brno - Tékkland
Coordinates
49.2019529,16.4131507
Tags with icon
Plenty of Nature
#BeActive
Name
Graz
Country
Austria
Population
283869
Why visit?

Graz er höfuðborg Styriu, en er einnig þekkt sem „græna hjarta“ Austurríkis vegna sinna stóru grænu svæða. Þökk sé þessu, þá eru mörg tækifæri til að njóta útivistar í náttúrunni og heilandi áhrifanna sem gróður hefur, málið vandast frekar þegar velja þarf stað til að ganga, hjóla eða fara á skíði. Graz hefur slatta af verðlaunum sem sanna gildi grænna svæða og menningar í borginni: Hún er á úrslitalista vegna Evrópskrar grænnar höfuðborgar 2025, er Evrópska menningarhöfuðborgin 2003 og sögulegi miðbærinn og Schloss Eggenberg-kastalinn eru listaðir hjá UNESCO. Ef þú virkilega vilt sökkva þér í náttúruna, þá getur þú boðið þig fram í vinnu á lífrænu býli gegnum WWOOF (Worldwide Opportunities on Organic Farms) hreyfinguna.

Image
Graz - Austurríki
Coordinates
47.0731644,15.3595614
Tags with icon
European Green Capital Finalist
Plenty of Nature
#BeActive
UNESCO World Heritage List
European Capital of Culture
Name
Velenje
Country
Slovenia
Population
24327
Why visit?

Velenje var hannað sem garðaborg í kringum 1950, svo gróður hefur verið hluti af erfðaefninu hennar frá fyrsta degi. Hún hélt áfram að vera trú sinni skuldbindingu gagnvart umhverfinu og var vinningshafi Evrópsku grænu laufs-verðlaunanna 2024, þökk sé áætlun borgarinnar vegna nýrra atvinnutækifæra í græna geiranum. Borgin er líka ein af tilraunaborgunum í verkefni loftslagshlutlausra borga sem styrkt er af framkvæmdastjórn ESB. Meðan þú dvelur þar, fáðu þér göngutúr meðfram Promenada, einni af meginæðum borgarinnar sem hefur verið endurgerð með gróður og rými fyrir fólk í huga, eða kíktu á Velenje ströndina, sem er vinsæl meðal heimamanna og hefur hreint vatn til að synda í, steinsnar frá borginni.

Image
Velenje - Slóvenía
Coordinates
46.363674,15.0626769
Tags with icon
Spots to Swim
Green Leaf City
Name
Salzburg
Country
Austria
Population
152367
Why visit?

Staðsett við ystu mörk Norður-Alpana, er Salzburg kjörinn staður til að stoppa á og njóta útivistar sem færir þig nær náttúrunni, eins og að ganga eða hjóla á fjöll. Þökk sé auðlegð vetrarafþreyingar í Salzburg, eins og að renna sér á skautum, fara á gönguskíði eða í snjóþrúgugöngu, þá er engin ástæða til að vera innandyra þegar það er kalt. Klæddu þig í hlý föt og tengdu við náttúruna árið um kring! Miðbær Salzburg, sem er á heimsminjaská UNESCO er einnig heillandi staður til að ráfa um eða þú gætir heimsótt garða Schloss Hellbrunn-kastalans sem er gjaldfrjálst og séð skálann úr Tónaflóði.

Image
Salzburg - Austurríki
Coordinates
47.8027764,12.9741786
Tags with icon
UNESCO World Heritage List
Access City Award Winner
#BeActive
European Green Capital
Name
Triesen
Country
Liechtenstein
Population
5275
Why visit?

Skógivaxið Liechtenstein, sem að öllu leyti er staðsett innan Alpana, er tilvalið fyrir útivistarævintýrafólk og Triesen er frábær upphafsstaður. Uppgötvaðu náttúruslóð sem leiðir þig 100 metra upp frá Rínardalnum til snemmmiðalda kapellunnar St. Mamerta rétt fyrir ofan Triesen. Eða ef þú vilt virkilega rétta úr fótunum, hví þá ekki að reyna við 75 km Liechtenstein-leiðina? Hvar annars staðar gætirðu gengið kringum heilt land á einni helgi? Eða ef þú vilt komast á milli á tveimur hjólum, þá eru margar vel merktar leiðir sem gera Liechtenstein að draumalandi fyrir fjallahjólafólk.

Image
Triesen - Liechtenstein
Coordinates
47.0863405,9.4756937
Tags with icon
#BeActive
Plenty of Nature
Name
Galway
Country
Ireland
Population
79934
Why visit?

Galway, sem staðsett er á villtu vesturströnd Írlands (líka þekkt sem „Eyjan græna“ vegna þess hversu græn hún er), var krýnd sem Evrópska græna laufsborgin árið 2017, fyrir sína helgun gagnvart sjálfbærni. Ef þig langar út að skoða sveitina og heimsækja sum af þekktustu stöðum Írlands, þá er Galway góð byrjun til að sjá staði eins og Moher-klettana eða Connemara-hæðir. Eða kannski ganga hluta af Wild Atlantic-leiðinni, einni af heimsins lengstu strandarleiðum (2.600 km) sem fylgir írsku strandlengjunni frá Inishowen í norðri, framhjá Galway og niður að Kinsale í suðri. Eða kíktu á einn af þeim stöðum sem spanna yfir 650 km2 af þjóðgörðum, skógarsvæðum og friðlöndum.

Image
Galway - Írland
Coordinates
53.2838831,-9.1311474
Tags with icon
Plenty of Nature
#BeActive
Green Leaf City