Borgin Galway er staðsett á vesturströnd Írlands, í héraðinu Connacht, og fékk evrópska græna laufið árið 2017. Mikið skóglendi umlykur borgina og írska áin Corrib rennur í gegnum miðbæinn og gerir svæðið ríkt af dýralífi og líffræðilegri fjölbreytni. Það sem meira er, nokkrar af ströndum vestan við höfn Galway hafa fengið Bláa fánann af ESB vegna hágæða baðvatns — sem gerir að verkum að besta leiðin til að kanna svæðið er á leigðu hjóli.
Valletta var valin menningarhöfuðborg Evrópu 2018 og er á heimsminjaskrá UNESCO. Borgin er fjársjóður af þröngum götum og görðum sem spennandi er að uppgötva. Borgin gekk til liðs við önnur lönd í Evrópu um að skuldbinda sig að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2050, auk þess að draga úr plastmengun í Miðjarðarhafinu. Strandlengjan norðvestur af Valletta er vottuð með Natura 2000 og hönnuð til að vernda stökkla (andarnefja höfrunga) og sérstaka tegund skjaldbaka (Loggerhead). Það er frábær staður til að snorkla upplifa mikilfenglegt sjávarlíf!
Stærsti fjallagarður Kýpur, Troodosfjöllin, býður upp á krefjandi hlíðar til göngu, friðsæl fjallaþorp að ráfa um og kirkjur í býsönskum stíl að kanna. Hæsti tindur fjallgarðsins heitir Olympus — þó að það sé ekki fjallið fræga úr goðafræðinni (sem er í Grikklandi!), og þú getir ekki að búist við því að sjá neina forna guði, býður Olympus uppá töfrandi útsýni yfir kýpverska landslagið. Allt frá vetrarsnjó til steikjandi sumarhita hafa Troodosfjöllin eitthvað fyrir alla. Troodos skógurinn, sem er þjóðgarður og EB varið Natura 2000 svæði, hjálpar kýpversku dýralífi og líffræðilegri fjölbreytni að dafna. Gakktu úr skugga um að þú pakkir með þér sjónauka og takir þátt í fuglaskoðun!
Reykjavík er yndisleg borg, full af notalegum kaffihúsum, skapandi menningu og vinsælum tónlistarsenum. Þökk sé eldstöðvakerfum landsins eru um 85% af heildarorkunotkun þess frá endurnýjanlegum orkugjöfum, svo sem vatnsorku og jarðvarma. Það felur einnig í sér að þú getur heimsótt frábærar náttúrulegar heilsulindir og varmaböð á meðan þú ert í Reykjavík. Grænar viðurkenningar höfuðborgar Íslands tala sínu máli; Hún komst í úrslit sem græn höfuðborg Evrópu árið 2013 og er ein af grænustu borgum í heimi, þökk sé 411 fermetrum af grænu rými á höfðatölu.