Skip to main content

DiscoverEU — kall eftir umsóknum

Árið 2025 fögnum við 40 ára afmæli Schengen-samkomulagsins - sem lagði grundvöllinn að frjálsri för yfir landamæri í Evrópu. Þú getur upplifað þetta frelsi af eigin raun þegar þú kannar Evrópu með DiscoverEU-ferðapassann upp á vasann!

Ertu 18 ára að aldri og íbúi í einu aðildarríkja ESB eða þriðju löndum sem taka þátt í Erasmus+? Drífðu þá í því að kanna Evrópu!

Hvenær hefst næsta umferð?

Hún verður haldin á tímabilinu frá 30. október til 13. nóvember 2025 (upphaf og lok kl. 12:00:00 á hádegi að staðartíma í Brussel). Hnappurinn „Sæktu um núna“ mun birtast á þessari síðu á upphafsdaginn!

Hvað er þetta DiscoverEU?

DiscoverEU er aðgerð á vegum Erasmus+ áætlunarinnar sem býður þér tækifæri til að ferðast og kanna fjölbreytni Evrópu, læra um menningararfleifð hennar og sögu og mynda tengsl við fólk alls staðar í álfunni.

Þér verður boðinn ferðapassi til að ferðast með umhverfisvænstu farartækjunum, eins og lestum. Aðrir flutningsmátar verða leyfðir í sérstökum tilvikum fyrir fólk sem býr á eyjum eða afskekktum svæðum.

Þú færð einnig DiscoverEU afsláttarkort fyrir alls kyns afslætti á gistingu, menningu, íþróttum, nærsamgöngum eða annarri þjónustu.

Hvernig virkar þetta?

Til þess að vera gjaldgengur, þá þarftu að vera:

  • fædd(ur) á tímabilinu frá og með 1. janúar 2007 til og með 31. desember 2007;
  • fylla út þína réttu kennitölu, vegabréfsnúmer eða dvalarleyfisnúmer á umsóknareyðublaðinu á netinu;
  • vera ríkisborgari eða búsettur* í einu af eftirtöldum löndum:
    • einu af aðildarríkjum Evrópusambandsins, þ.m.t. löndum og yfirráðasvæðum handan hafsins (OCT), eða
    • einu af þeim þriðju löndum sem tengjast Erasmus+ áætluninni: Íslandi, Liechtenstein, Norður-Makedóníu, Noregi, Serbíu eða Tyrklandi.
  • samþykkja yfirlýsinguna á umsóknareyðublaðinu.

* Sjá nánari upplýsingar þar að lútandi í Reglur kafla "2. Gjaldgengir umsækjendur”

Síðan þarftu að taka þátt í dálítilli spurningakeppni (nema þú sért sáttur við að sækja um sem meðlimur í hóp).

Ef þú nærð árangri geturðu ferðast að lágmarki í 1 dag og allt upp í 30 daga á ferðatímabilinu sem er áætlað að hefjist 1. mars 2026. Lok ferðatímabilsins verður í maí 2027

Ef þú átt við örorku eða heilsuvandamál að glíma, sem gerir þér erfitt að ferðast, þá muntu fá bæði hjálp og stuðning til þess. Skoðaðu Algengu sprurningarnar okkar í kafla C.10 til þess að fá meira að vita.

Get ég ferðast með vinum mínum?

Já, svo sannarlega! Þú getur lagt af stað einn þíns liðs eða bætt við allt að fjórum vinum þínum í túrinn, þó að því tilskyldu að þeir uppfylli þátttökuskilyrðin sem talin voru upp hér á undan. Til þess að geta skráð sig inn og lagt inn sína eigin umsókn, þá þurfa þeir að nota umsóknarkóðann þinn. Skoðaðu Algengu sprurningarnar okkar B.5 til B.11 til að vita meira.

Þú getur líka slegið þínum ferðaáætlunum saman við aðra DiscoverEU ferðalanga! DiscoverEU Facebook hópurinn er tilvalinn vettvangur til að gera þetta. Skráðu þig í hópinn núna til að spjalla við aðra þátttakendur.

Um leið og þú hefur verið valinn, þá munu Erasmus+ landsskrifstofurnar hjálpa þér við að tengjast og fræðast, með skipulagningu funda fyrir brottför og hittinga ferðamanna.

Deildu upplifun þinni

Þátttakendur verða sjálfkrafa Sendiherrar DiscoverEU. Sem sendiherra munum við bjóða þér að deila ferðaupplifun þinni á samfélagsmiðlum með því að nota #DiscoverEU. Þú getur jafnvel ákveðið að brydda uppá kynningu í skólanum þínum eða næstu félagsmiðstöð.

Mig langar til þess að kynnast þessu betur!

Hefur þú áhuga á að kynna þér fyrri umferðir - DiscoverEU? Skoðaðu þá DiscoverEU yfirlitin, til þess að læra meira um þetta tækifæri og reynslu fyrri DiscoverEU þátttakenda.

Evrópa liggur fyrir fótum þér. Taktu fyrsta skrefið.

 

Hvetjandi myndband eftir Vincent-Immanuel Herr