How do we get more young people in Europe to volunteer?

Fram til:31/12/2016

Komdu þínum hugmyndum um það hvernig ungt fólk getur gerst þátttakendur í sjálfboðaliðastarfi og öðrum verkefnum á framfæri við Tibor Navracsics, ungmennafulltrúa Evrópusambandsins.

Sorry this consultation is now closed
Tiltæk tungumál: bg cs da de el en es et fi fr ga hr hu is it lt lv mk mt nl no pl pt ro sk sl sv tr

inngangur

Tibor Navracsics, ungmennafulltrúi Evrópusambandsins, vill hjálpa fleiri ungmennum til þess að leggja sitt af mörkum í sínu samfélagi með því að gerast sjálfboðaliðar eða bjóða sig fram til annarra verkefna. Hann átti nýlega bæði fjarfund og beinar yfirgripsmiklar viðræður við fjölda ungs fólks um helstu málaflokkana og nú vill hann endilega heyra frá enn fleira ungu fólki vítt og breitt um Evrópu.

Hann vill gjarnan heyra þínar þínar hugmyndir og skoðanir þínar á því hvernig hægt sé að gera ungu fólki auðveldara að gerast virkir þátttakendur í sínu eigin samfélagi.

Þessar hugmyndir verða síðan útfærðar nánar af honum sjálfum og hans samstarfsfólki til þess að hafa áhrif á stefnumótun og útfærslu áætlana jafnt á lands- sem á evrópska vísu.

Samræður hans við ungt fólk, auk formlegra rannsókna sem gerðar hafa verið á þessu sviði, hafa leitt í ljós margt það helsta sem virkar letjandi á ungt fólk við að gerast virkir þátttakendur í sínu samfélagi á borð við að gerast sjálfboðaliðar eða bjóða sig fram til annarra verkefna, meðal annars:

 • Skort á hvatningu og upplýsingum um það hvernig hægt sé að hefja sjálfboðaliðastörf,
 • Allt of fáa aðila sem sýnt hafa gott fordæmi og sem ungt fólk gæti litið upp til,,
 • Alls ófullnægjandi upplýsingar um þau tækifæri og þau verkefni sem þeim standa til boða,
 • Að kostnaðurinn við að taka þátt geti reynst allt of hár,
 • Að lítil viðurkenning komi í staðinn fyrir að hafa lagt gífurlega mikið á sig,
 • Að tilvonandi vinnuveitendur beri takmarkað skynbragð á þá nýju færni sem fólk öðlaðist með því að gerast þátttakendur.

Við viljum þess vegna gjarnan fá þínar skoðanir á því hvað þurfi að gera til þess að draga úr eða fjarlægja þessar hindranir, og aðrar ámóta, sem valda því að það er mjög erfitt fyrir ungt fólk að gerast virkir þátttakendur í sínu eigin samfélagi.

Vinsamlegast gefðu þér góðan tíma til þess að gaumgæfa hverja spurningu fyrir sig og bæta síðan við þínum eigin hugleiðingum og uppástungum.

Okkur hlakkar til að lesa það sem þú hefur um þetta að segja!

Og endilega komdu svo aftur til baka bráðum til þess að leggja mat á allar tillögurnar sem borist hafa og hjálpa okkur þannig til þess að skilja hverjar þeirra eru mikilvægastar í þínum huga.

Þú getur fylgst með því jafnóðum hvernig þessu verkefni miðar áfram með því að líka við Facebook viðmót okkar og fylgjast með okkur á Twitter.

Við munum svo senda þér uppfærslur með tölvupósti ef þú hefur skilið eftir tölvupóstfangið þitt um leið og þú sendir okkur álit þitt eða skoðanir (en það er alls ekkert skilyrði – við munum vista skoðun þína á tryggilegan hátt enda þótt þú hafir ekki séð ástæðu til þess að gefa okkur upp póstfangið þitt!)

Bestu þakkir fyrir að taka þátt!!

bakgrunnur

Sjálfboðaliðastarfsemi vítt og breitt um Evrópu

Nýjasta rannsóknin í tengslum við útgáfu Ungmennaskýrslu Evrópusambandsins árið 2015 sýnir að um það bil eitt ungmenni af hverjum fjórum (25%) vítt og breitt um EB hefur tekið þátt í einhvers konar sjálfboðaliðastarfi. En þrátt fyrir það, þá sýnir sama rannsókn, að hlutfallið er afskaplega breytilegt á milli landa, þar sem þau hæstu ná allt að 40% á meðan þau lægstu standa í u.þ.b. 10%.

Eftirfarandi stöplarit sýnir þátttökuhlutfallið milli hinna ýmsu EB landa.

EB Ungmenna Vísbendingar: Þátttaka ungs fólks (á aldrinum 15-30 ára) í skipulögðum sjálfboðaliða-verkefnum eftir löndum, 2011 og 2014. (Heimild: Flash Eurobarometer 319, "Youth on the Move", 2011, og Flash Eurobarometer 408 "European Youth", 2014)

Rannsóknin sýndi einnig að eftir því sem aldurinn færðist yfir unga fólkið, þá tóku sífellt færri þátt í sjálfboðaliðastörfum. Árið 2014, yfir EB í heildina, þá voru 29% á aldrinum 15-19 ára virk, en aðeins 23% þeirra sem voru á aldrinum 25-29 ára.

Eftirfarandi lárétt stuðlarit sýnir breiddina í þeim viðfangsefnum sem unga fólkið tókst á við sem sjálfboðaliðar, en þar kom í ljós að vinsælustu verkefnin voru á sviði líknarmála, aðstoðar á sviði mannúðar- og þróunarmála, auk verkefna á sviði menntunar, þjálfunar- og íþróttamála :

Helstu viðfangsefnin sem ungir sjálfboðaliðar, á aldrinum 15-30 ára, tóku þátt í, EB-28 meðaltal, 2014 (Heimild: Flash Eurobarometer 408, "European Youth", 2014)

Hver ber ábyrgð á störfum í þágu samfélagsins?

Langflest verkefni á þágu samfélagsins og sjálfboðaliða störf eiga sér staðbundinn uppruna og eru skipulögð af hópum á borð við frjáls félagasamtök, félagsdeildir, klúbba og ýmis konar samtök, en einnig af sveitarfélögunum. Ábyrgðin á stefnumörkuninni og lagasetningu í sambandi við störf í þágu samfélagsins og sjálfboðaliðastörf er í höndum ríkisstjórna hinna 28 aðildarríkja EB. Þessari ábyrgð má síðan dreifa niður til svæðis- eða staðbundinna stjórnsýslueininga, en það veltur allt á því hvernig stjórnarháttum er hagað í viðkomandi landi.

Ungmennafulltrúi Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins geta síðan aðstoðað aðildarríkin við að gera endurbætur til dæmis með því að stinga upp á nýrri stefnumótun, gert kannanir, hrint verkefnum í framkvæmd, og miðlað góðum starfsháttum á milli hinna ýmsu landa. Slíkt á sér stað með samvinnu milli aðildarlandanna, með hliðsjón af Ungmennastefnu EB, en innan hennar er starfrækt sérstök deild um Sjálfboðaliðastörf.

Til viðbótar við allt þetta, þá rekur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins alþjóðlega sjálfboðaliðaframtakið evrópsku sjálfboðaliðaþjónustuna (EVS) (hluti af Erasmus+ áætluninni) og EB hjálparsjálfboðaliðana. Einnig stuðlar hún að eflingu sjálfboðaliðastarfa fyrir atbeina evrópsku ungmennagáttarinnar og með því að útvega fjármögnun fyrir milligöngu Erasmus+ áætlunarinnar.

taktu þátt

Kærar þakkir fyrir viðbrögð þín við þessari spurningu. Nú fara þau í vinnslu og verður breytt í tillögur sem þú getur gefið einkunn frá og með ofangreindri dagsetningu – komdu þá aftur og gefðu öllum hugmyndunum einkunn! Þangað til geturðu kynnt þér öll viðbrögðin sem komu fram við þessari spurningu.

allar spurningar

1

sjá

Hvað getum við gert til þess að örva annað ungt fólk á þínu reki til þess að gerast sjálfboðaliðar?

Hvað þarf að gera til þess að örva fleira ungt fólk á þínu reki til þess að gerast sjálfboðaliðar í sinni heimabyggð? Hvað getum við gert til þess að breyta hugarfari ungs fólks þannig að það líti á það sem jákvæða og aðlaðandi áskorun að gerast sjálfboðaliði? Og hver finnst þér að ætti að taka frumkvæðið í þessu efni – unga fólkið sjálft, grunnskólar, framhaldsskólar, háskólar, frjáls félagasamtök, vinnuveitendur, sveitarstjórnir, ríkisstjórnin, Evrópusambandið, o.s.frv.?

2

sjá

Hvað er besta leiðin til þess að upplýsa þig um það hvernig þú getir gerst sjálfboðaliði í sinni heimabyggð?

Það standa fjölmargar leiðir í boði til þess að gerast sjálfboðaliði í sinni eigin heimabyggð og það eru ætíð fjölmörg samtök sem eru að leita eftir ungu fólki sem væri fáanlegt til þess að gerast þátttakendur. Hvernig gætum við gert þér það auðveldara að finna þau verkefni og þau félagasamtök, sem þér kynnu að finnast áhugaverð? Hvernig væri best að fólki það ljóst að þessar upplýsingar eru nú þegar fyrirliggjandi?

3

sjá

Hvað þyrftum við svo að gera til þess að tryggja að þú fáir sanngjarna viðurkenningu fyrir framlag þitt til sjálfboðaliðastarfa?

Rétt er það, að sjálfboðaliðastörf eru oft afar krefjandi og tímafrek, en þau geta jafnframt verið afar gagnleg leið til þess að afla sér nýrrar færni sem getur komið sér vel þegar kemur að því að leita sér að vinnu, ellegar innritast í framhaldsnám eða háskóla. Hvernig getum við tryggt að þú fáir viðurkenningu fyrir allt það gríðarmikla erfiði sem þú lagðir í verkefnið? Hvað þarf að gera því til viðbótar til þess að vinnuveitendur og aðrir hafi fullan skilning á því og meti að verðleikum, þá nýju færni sem að hinir ungu sjálfboðaliðar eru nýbúnir að afla sér?

4

sjá

Hvað annað þarf að gera til þess að það sé auðveldara fyrir þig að gerast sjálfboðaliði?

Hverju öðru þarf að breyta til þess að gera það auðveldara fyrir þig og annað ungt fólk að gerast sjálfboðaliðar í ykkar heimabyggð? Getur þú til dæmis leyft þér það fjárhagslega að gerast sjálfboðaliði? Eða kemur núverandi starf þitt eða nám í veg fyrir að þú hafir nægan tíma aflögu fyrir sjálfboðaliðastörf? Eru einhver vandamál fyrir hendi í sambandi við tryggingar, heilsu- eða sjúkratryggingkerfið sem gerir þér erfitt að gerast sjálfboðaliði ? Eitthvað annað sem hamlar? Lát okkur heyra!

segðu þína skoðun

Kærar þakkir fyrir viðbrögð þín við þessari spurningu. Nú fara þau í vinnslu og verður breytt í tillögur sem þú getur gefið einkunn frá og með ofangreindri dagsetningu – komdu þá aftur og gefðu öllum hugmyndunum einkunn! Þangað til geturðu kynnt þér öll viðbrögðin sem komu fram við þessari spurningu.

1 Hvað getum við gert til þess að örva annað ungt fólk á þínu reki til þess að gerast sjálfboðaliðar?

Hvað þarf að gera til þess að örva fleira ungt fólk á þínu reki til þess að gerast sjálfboðaliðar í sinni heimabyggð? Hvað getum við gert til þess að breyta hugarfari ungs fólks þannig að það líti á það sem jákvæða og aðlaðandi áskorun að gerast sjálfboðaliði? Og hver finnst þér að ætti að taka frumkvæðið í þessu efni – unga fólkið sjálft, grunnskólar, framhaldsskólar, háskólar, frjáls félagasamtök, vinnuveitendur, sveitarstjórnir, ríkisstjórnin, Evrópusambandið, o.s.frv.?

 • Tryggja að börn frá unga aldri fái upplýsingar í skólanum um kosti þess að gerast sjálfboðaliði

  Current rating: 4.4 / 5 285 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Segja frá reynslu sjálfboðaliða

  Current rating: 4.3 / 5 176 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Bjóða upp á hvatningu í formi verðlauna og/eða verðlaunahátíðar

  Current rating: 2.7 / 5 102 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Bjóða upp á fjölbreyttari áhugaverð tækifæri til að velja úr, bæði svæðisbundin og lengra í burtu

  Current rating: 4.1 / 5 118 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Veita ungu fólki stuðning og tilföng til að stýra eigin óformlegum sjálfboðaliðaverkefnum

  Current rating: 4.4 / 5 108 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Gera uppbyggingu samfélagsins að hluta af stundaskrá skólanna

  Current rating: 3.8 / 5 116 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Gera sjálfboðavinnu að kröfu fyrir inngöngu í háskóla, ásamt stúdentsprófi

  Current rating: 2.4 / 5 104 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Framleiða sjónvarpsþætti þar sem aðalpersónan er sjálfboðaliði

  Current rating: 2.2 / 5 93 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Fá frægt fólk til að kynna sjálfboðaliðavinnu

  Current rating: 2.5 / 5 91 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Gera reynslu af sjálfboðaliðastarfi að kröfu fyrir störf, rétt eins og aðrar hæfniskröfur

  Current rating: 2.6 / 5 115 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
2 Hvað er besta leiðin til þess að upplýsa þig um það hvernig þú getir gerst sjálfboðaliði í sinni heimabyggð?

Það standa fjölmargar leiðir í boði til þess að gerast sjálfboðaliði í sinni eigin heimabyggð og það eru ætíð fjölmörg samtök sem eru að leita eftir ungu fólki sem væri fáanlegt til þess að gerast þátttakendur. Hvernig gætum við gert þér það auðveldara að finna þau verkefni og þau félagasamtök, sem þér kynnu að finnast áhugaverð? Hvernig væri best að fólki það ljóst að þessar upplýsingar eru nú þegar fyrirliggjandi?

 • Veita skólum tilföng og stuðning til að gefa betri upplýsingar um kostina við sjálfboðaliðastarf og hvernig megi taka þátt í því

  Current rating: 4.8 / 5 96 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Nota samfélagsmiðla til að deila upplýsingum um ákveðin tækifæri

  Current rating: 4.5 / 5 81 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Bæta samskipti á milli stofnana sem bjóða upp á sjálfboðaliðastörf og háskóla svo að nemendur geti frétt af tækifærum sem tengjast námi þeirra

  Current rating: 4.8 / 5 69 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Framleiða aðlaðandi kynningarefni og auglýsingaherferðir (t.d. sjónvarpsauglýsingar, herferðir á netinu og utan þess)

  Current rating: 4.1 / 5 42 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Búa til forrit fyrir samfélagsmiðla sem veitir upplýsingar um tækifæri til að taka þátt í samfélagsstörfum og sýnir þau á stafrænu korti

  Current rating: 4.5 / 5 51 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Bæta European Youth-gáttina svo hægt sé að uppfæra hana auðveldar

  Current rating: 4.1 / 5 47 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Fjárfesta í kynningu á European Youth-gáttinni svo að hún verði að svæðinu sem allir sjálfboðaliðar og stofnanir snúi sér að

  Current rating: 4.2 / 5 53 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Tryggja að veggspjöld um sjálfboðaliðastarf hangi uppi í öllum skólastofum

  Current rating: 2.5 / 5 44 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Setja á fót umfangsmikla „Þú getur það“ herferð í samvinnu við samfélagsverkefni og kynna hana í skólum

  Current rating: 3.5 / 5 40 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Hvetja foreldra og kennara til að taka virkan þátt í samfélagi sínu

  Current rating: 4.3 / 5 49 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
3 Hvað þyrftum við svo að gera til þess að tryggja að þú fáir sanngjarna viðurkenningu fyrir framlag þitt til sjálfboðaliðastarfa?

Rétt er það, að sjálfboðaliðastörf eru oft afar krefjandi og tímafrek, en þau geta jafnframt verið afar gagnleg leið til þess að afla sér nýrrar færni sem getur komið sér vel þegar kemur að því að leita sér að vinnu, ellegar innritast í framhaldsnám eða háskóla. Hvernig getum við tryggt að þú fáir viðurkenningu fyrir allt það gríðarmikla erfiði sem þú lagðir í verkefnið? Hvað þarf að gera því til viðbótar til þess að vinnuveitendur og aðrir hafi fullan skilning á því og meti að verðleikum, þá nýju færni sem að hinir ungu sjálfboðaliðar eru nýbúnir að afla sér?

 • Gefa öllum sjálfboðaliðum vottorð sem sýna hvaða störf voru unnin og hvers konar færni var aflað

  Current rating: 4.5 / 5 88 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Sjá til þess að alþjóðlegar ráðningarstefnur viðurkenni þá færni sem aflað er í gegnum sjálfboðaliðastarf

  Current rating: 4.8 / 5 72 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Veita námseiningar fyrir sjálfboðaliðastörf

  Current rating: 4.2 / 5 59 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Auðvelda ungu fólki sem hefur unnið sem sjálfboðaliðar að fá vinnu

  Current rating: 4.5 / 5 54 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Fá fyrirtæki til að birta opinberlega félagslega ábyrgar aðgerðir sínar

  Current rating: 4.2 / 5 42 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Segja frá sögum sjálfboðaliða svo að samfélagið skilji og verði meðvitað um mikilvægt starf sjálfboðaliða

  Current rating: 4.1 / 5 44 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Tryggja að vinnuveitendur séu meðvitaðir um Youthpass

  Current rating: 4 / 5 51 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Veita fyrrum sjálfboðaliðum góð meðmæli sem þeir geta notað í atvinnuleit (t.d. meðmælabréf)

  Current rating: 4.7 / 5 73 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
4 Hvað annað þarf að gera til þess að það sé auðveldara fyrir þig að gerast sjálfboðaliði?

Hverju öðru þarf að breyta til þess að gera það auðveldara fyrir þig og annað ungt fólk að gerast sjálfboðaliðar í ykkar heimabyggð? Getur þú til dæmis leyft þér það fjárhagslega að gerast sjálfboðaliði? Eða kemur núverandi starf þitt eða nám í veg fyrir að þú hafir nægan tíma aflögu fyrir sjálfboðaliðastörf? Eru einhver vandamál fyrir hendi í sambandi við tryggingar, heilsu- eða sjúkratryggingkerfið sem gerir þér erfitt að gerast sjálfboðaliði ? Eitthvað annað sem hamlar? Lát okkur heyra!

 • Veita fjárhagslegan stuðning fyrir kostnaði og fella niður tryggingagjöld fyrir sjálfboðaliða

  Current rating: 4.6 / 5 88 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Gera fólki kleift að sækja um sjálfboðaliðastörf sjálft, eins og atvinnu - þ.e. engin þörf fyrir sérstaka stofnun

  Current rating: 4.1 / 5 69 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Skapa fleiri skammtímatækifæri sem er einnig hægt að sækja um með skömmum fyrirvara

  Current rating: 4.4 / 5 75 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Hvetja ungt fólk frá öllum stigum samfélagsins og veita því stuðning

  Current rating: 4.7 / 5 60 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Styðja félagsþjónustu við að hjálpa ungu fólki sem hefur verið undanskilið félagslega að taka þátt

  Current rating: 4.9 / 5 60 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Veita fólki yngra en 18 ára fleiri tækifæri og hækka hámarksaldurinn upp í 35 ár

  Current rating: 4.7 / 5 96 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Hvetja vinnuveitendur og háskóla til að sýna meiri sveigjanleika í kringum sjálfboðaliðastörf

  Current rating: 4.6 / 5 59 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Leyfa vinahópum að bjóða sig fram saman fyrir verkefni

  Current rating: 3.6 / 5 58 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Tengja skóla við stofnanir á svæðinu sem vantar sjálfboðaliða

  Current rating: 4.6 / 5 69 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Sjá til þess að frjáls félagasamtök fái einnig tækifæri til að fá fjárstyrk fyrir sjálfboðaliðastörf

  Current rating: 4.2 / 5 56 votes
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Einfalda ferlið (t.d. faggildingarferlin) fyrir stofnanir – þannig geta stofnanir boðið upp á fleiri tækifæri fyrir sjálfboðaliða

  Current rating: 5 / 5 1 vote
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.
 • Búa til staðlaða samninga fyrir einkageirann (t.d. ætti sjálfboðaliðavinna að veita persónunni hagstæðara skattahlutfall eða gera það auðveldara að sækja um íbúðalán)

  Current rating: 5 / 5 1 vote
  Sláðu inn táknin sem sjást á myndinni.

endurgjöf

Þetta samráðsferli er enn í gangi, þannig að engar niðurstöður liggja enn fyrir. Ef þú lætur okkur í té póstfangið þitt, eftir að þú hefur komið þinni eigin hugmynd á framfæri, þá munum við senda þér tölvupóst öðru hvoru þannig að þú getir fylgst með öllu því nýjasta sem er á seyði. (Ef þú vilt seinna afskrá þig af þessum póstsendingalista, hafðu þá samband í gegnum póstfangið á Contact flipanum.)

Þú getur einnig fylgst jafnóðum með þessu samráðsferli í gegnum Facebook viðmót okkar og á Twitter reikningi okkar með því að nota tvíkrossinn #AskNavracsics.

Þessu samráðsferli mun síðan ljúka hinn 31/12/2016, og um leið og matsferlinu er lokið þá verða niðurstöðurnar reiknaðar út sjálfvirkt og birtar fyrir hverja spurningu um sig.

Síðan verða tillögurnar og tilheyrandi einkunnagjöf þeirra rannsakaðar betur til þess að gera sér nánari grein fyrir hvað þarf að gera og finna út hver er í bestu aðstöðu til þess að fylgja því eftir, til dæmis hvað þarf að gera á vettvangi Evrópu í heild sinni, eða hvaða breytingar mundu falla í skaut ríkisstjórna aðildarlandanna að hrinda í framkvæmd.

Stefnt er að því að fulltrúinn muni tilkynna lokaniðurstöðuna og hvernig hann hyggst fylgja henni eftir. Niðurstaðan og aðgerðaáætlunin verða síðan framvegis birt á Ungmennaráðstefnu EB.

Tengiliður

Samráð þetta er skipulagt af áætlunardeild um æskulýðsmál hjá stjórnarsviði mennta- og menningarmála framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrir hönd Tibor Navracsics, ungmennafulltrúa Evrópusambandsins.

Ef þú ert með einhverjar spurningar í tenglum við þetta samráð, eða ef þú kærir þig ekki um að fá fleiri tölvupósta frá okkur, sendu okkur þá tölvupóst á: eac-eyp@ec.europa.eu

Þú getur einnig haft samband við okkur gegnum Facebook viðmót okkar eða í gegnum Twitter reikning okkar @EuropeanYouthEU.