Á árunum 1927 til 1933 var Turku fæðingarstaður nýtistefnunnar, sem einnig er kölluð fúnksjónalismi. Ein þekktasta persónan sem tengd hefur verið við stefnuna var Alvar Aalto sem hannaði þrjár byggingar í Turku sem eru almennt taldar helstu dæmi um arkítektúr í nýtistefnustíl: Maalaistentalo, Turun Sanomat og Seurahuone. Turku skuldbatt sig til að tryggja að öll gætu notið þess að heimsækja borgina, sem leiddi til þess að hún var verðlaunuð með öðru sæti Access City Award árið 2011.
Turku er einnig þekkt sem matvælahöfuðborg Finnlands vegna líflegrar veitingastaðarmenningar og fiskmarkaðarins sem er hvort tveggja sögulegur og vel þekktur.
Helsinki er gimsteinn fyrir áhugamenn um arkitektúr. Borgin er meðal þeirra sem hafa að geyma flestar Art Nouveau byggingar í Norður-Evrópu, ásamt fjölmargra byggingarlistarstíla eins og módernisma og nýtistefnu. Meðal þeirra staða sem vert er að skoða eru Temppeliaukio kirkjan og neðanjarðarbygging hennar sem grafin er beint inn í klett og Öldungatorg (e. Sanate Square) þar sem eru fjórar nýklassískar byggingar sem hannaðar voru af þýska arkitektinum Carl Ludvig Engel. Borgin er aðgengileg fyrir alla, eins og endurspeglast í stöðu sinni í öðru sæti Access City Award árið 2022.
Á strönd Helsinki er að finna Suomenlinna virkið sem er á heimsminjaskrá UNESCO sem eitt mikilvægasta dæmið um arkítektúr í herminjarminjum Evrópu. á ströndinni gegnt virkinu er Seurasaari útisafnið sem veitir mynd af hefðbundnu finnsku lífi.
Tartu er næststærsta borg Eistlands, þekkt fyrir bóhemíska strauma og fyrir að vera leiðandi í eistneskum framförum í vísindum. Arkitektúr borgarinnar er fyrst og fremst í klassískum stíl, sérstaklega gamli bærinn sem er friðlýstur. Árið 2015 var sögulegt yfirbragð Tartu Háskóla veitt Evrópska arfleiðarmerkið European Heritage Label fyrir glæsilegan 19. aldar arkitektúr sem endurspeglar evrópska menntunarhefð. Borgin mun halda titlinum Menningarhöfuðborg Evrópu árið 2024 og viðleitni til að finna hagnýtar lausnir fyrir íbúa og gesti með hreyfihömlun var verðlaunuð með öðru sæti Access City Award 2020. Ekki missa af Aparaaditehas (The Widget Factory), gömul verksmiðja sem var árið 2014 umbreytt í menningarmiðstöð, eða Eistneska þjóðminjasafnið.
Valga er bær í suðurhluta Eistlands við landamæri Lettlands. Ráðhús borgarinnar, sem byggt var á árunum 1864 til 1866, er framúrskarandi dæmi um arkitektúr í tré frá fyrri hluta klassísisma tímabilsins í Eistlandi. Ekki missa af Valga safninu; bygging þess er frá 1911 og er dæmi um arkítektúr frá seinni hluta Art Nouveau tímabilsins. Glæsileg framhlið byggingarinnar er friðlýst sem arfleifðarminjar.
Frá toppi Väike Munamägi brekkunnar má sjá aðaltorgið sem skiptist á milli Valga í Eistlandi og Valka í Lettlandi — helmingur þess í öðru landinu og hinn helmingurinn í hinu.
Í Ríga eru að finna um 800 byggingar frá Art Nouveau tímabilinu, sem gerir Ríga að þeirri borg sem státar af mestum Art Nouveau arkitektúr í heimi. Sérstaklega áhugaverður er sögulegur miðbærinn, sem komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 1997, og „Bræðurnir þrír“ sem er elsta fjölbýlishús Ríga og gott dæmi um sögulega varðveislu minja í Lettlandi, heimspeki sem hófst í Lettlandi á millistríðstímabilinu. „Bræðurnir þrír“ hafa svo mikið menningarlegt gildi í dag að byggingarnar hafa hlotið Evrópska arfleiðarmerkið, European Heritage Label.
Gaula garnirnar? Taktu þér pásu við Miðbæjarmarkaðinn — einn sá stærsti í Evrópu — og prófaðu nokkrar staðbundnar kræsingar eins og reyktan fisk. Í gamla bænum skaltu skoða sérviskulega skúlptúrinn Bremen Town Musicians sem er af fjórum dýrum og byggir á Grimmsævintýrunum.
Manngert landslag Daugavpils er sérstakt vegna þess hve mikið af rauðum múrsteinabyggingum eru þar að finna sem eru hannaðar af Willem Neumann borgararkitekt. Á Church Hill finnur þú fjórar kirkjur sem standa hlið við hlið. Hver þeirra er fulltrúi fjögurra helstu trúarlegu kirkjudeilda Latgale svæðisins í Lettlandi. Saman mynda þær glæsilega samsetningu arkítektúrs.
Mark Rothko Art Centre er staðsett í sögulegu vopnabúri Daugavpils virkis og er eina safnið í Austur-Evrópu þar sem hægt er að skoða upprunaleg verk listmálarans.
Kaunas hlaut Evrópska arfleiðarmerkið, European Heritage Label, árið 2014 fyrir 44 byggingar sem tákna millistríðsarkitektúr frá árunum 1919-1940. Hún hefur einnig hlotið Evrópska arfleiðarverðlaunin, European Heritage Award, fyrir endurreisn fyrrum ráðuneytis þar í borg og titilinn Hönnunarborg UNESCO 2017. Kaunas er ein af þremur menningarhöfuðborgum Evrópu árið 2022.
Sögulega hefur borgin verið ein af miðpunktum gyðingaarfleifðar Evrópu þar sem allt að 40% íbúa borgarinnar taldis til gyðinga árið 1908. Í dag má sjá þessa arfleifð þess í bænahúsi gyðinga í Kaunas, borgarsafni Kaunas og í Vilna Gaon safninu um sögu gyðinga.
Ef þú ert að leita að einstöku safni þá ert þú á réttum stað. Ekki missa af því að heimsækja safn djöfulsins sem inniheldur meira en 2.000 myndir af djöflinum frá öllum heimshornum.
Heimsókn til Klaipėda er aldrei leiðinleg því þar eru árlegir viðburðir eins og Klaipėda Music Spring, Klaipėda Castle Jazz Festival og International Festival of Street Theatre. Vegna þýskrar sögu borgarinnar hefur hún að geyma sérstakan byggingarstíl sem einkennist af byggingum með timbur römmum.
Klaipėda er strandborg og eina stærsta höfn Litháens. Ef þú vilt sökkva þér í sjávarandrúmsloftið skaltu smakka Kepta Duona, steikt svart brauð að hætti Eystrasaltsbúa, um borð í skipinu Meridianas.