Ósló er gott dæmi um borg sem blandar saman gömlum fallegum byggingum og nútímabyggingarlist á þéttbýlissvæðum sem eru sjálfbær og aðgengileg öllum. Noregur, ásamt öðrum Norðurlöndum, er hluti af New European Bauhaus (NEB) vinnustofunni – hinu norræna Bauhaus-verkefni um kolefnishlutleysi, sem rannsakar byggingarlist, hönnun og list í því augnamiði að finna leiðir til að byggja hluti og lifa á kolefnishlutlausan og á heildrænan hátt.
Sem Græn höfuðborg ársins 2019, hefur Ósló marga áhugaverða staði sem byggðir voru upp með góðu aðgengi í huga. Skoðaðu nýja Þjóðarsafnið – stærsta listasafnið á Norðurlöndunum - og þú munt sjá hvernig það leitast við að gera list aðgengilega fyrir alla. Það á ekki aðeins við börn og fjölskyldur, heldur líka við fólk með misjafnar þarfir, svo sem notendur hjólastóla, fólk með sjón- eða heyrnarskerðingar og þau sem notast við hjálparhunda. Auk þess að stuðla að aðgengi fyrir alla, hefur nýja safnið lagt ríka áherslu á sjálfbærni og var uppbygging þess þróuð með metnaðarfull markmið í loftslagsmálum í huga, með því að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum FutureBuilt áætlunar í Noregi. Annar áhugaverður staður að sjá er Schandorff-torgið, sem var umbreytt úr bílastæðasvæði í grænt svæði í þéttbýli.
Meðan þú dvelur í Ósló, ekki missa af tækifærinu til að sökkva þér í menningu Sama, hinna síðustu frumbyggja Evrópu sem enn eru uppi, með því að heimsækja Norska þjóðminjasafnið.
Þekkt sögulega fyrir sína höfn (sú stærsta á Norðurlöndunum) hefur Gautaborg þróast í borg fulla af lífi og fjöri gegnum árin, með fjölda sjálfbærra grænna svæða sem opin eru öllum og endurspegla gildi New European Bauhaus (NEB).
Þau sem heimsækja Rigningarleikvöllinn, munu finna hefðbundinn almenningsgarð í þéttbýli sem hefur verið breytt í nútímalegan „rigningar“ leikvöll, þar sem möguleiki er á því að leika úti þótt það rigni. Þó að leikvöllurinn hafi verið byggður með börn í huga, þá getur almenningur af öllum aldri notið staðarins og er hann falin perla fyrir íbúa Gautaborgar.
Ef þú heimsækir Gautaborg á þessu ári, þá verður þú hluti af sérstökum viðburði. Gautaborg mun fagna 400 ára afmæli, sem frestað var vegna kórónufaraldursins, með því að gera almenningssvæði að sýningarsvæði undir berum himni. Þar verður sýnt hvernig verkefni hafa þróast frá hugmyndum sem komnar eru frá íbúum, með áherslu á umbreytingu í þéttbýli, sjálfbærni og aðgengi fyrir alla.
Gautaborg hlaut nýlega silfurverðlaunin í fyrstu útnefningu Evrópsku verðlaunanna fyrir Höfuðborg fjölbreytileika og aðgengis fyrir alla, vegna stuðnings þeirra við inngildingu Rómasamfélagsins. Einnig þekkt fyrir sína framtakssemi til stuðnings LGBTQ+ fjölskyldna í leikskólum, hefur Gautaborg hlotið Borg fyrir alla verðlaunin árið 2014 og var útnefnd sem Evrópsk höfuðborg snjallrar ferðamennsku árið 2020.
Í fullu samræmi við gildi New European Bauhaus (NEB), er Jönköping borg sem er í góðu samstarfi við fólk af öllum aldri og úr öllum samfélagshópum við að vinna að þróun þéttbýlisins í borginni. Hún hlaut Borg fyrir alla verðlaunin 2021 fyrir að gera borgina aðgengilegri fyrir fatlað fólk. Umbætur víða í borginni fólu í sér snertisvæðakort og merkingar, aðgengilegar hljóðleiðsagnir, áþreifanlegt slitlag, lesvænar upplýsingar um borgina, aðgengilegar gangstéttir og hindranalaust hjólastólaaðgengi.
Samtímalistasafnið Österängens Konsthall er fyllilega heimsóknar virði. Safnið er hluti af sænskri hreyfingu sem miðar að því að gera list aðgengilegri fyrir fólk á öllum aldri með misjafnan bakgrunn og býður upp á vinnustofur fyrir börn sem nýtast einnig sem samfélagsmiðstöðvar.
Ef litið er til útivistar, er Jönköping vinsæl vegna vel hannaðra og aðgengilegra náttúrulegra afþreyingarsvæða, þar sem í boði er langur listi af hjólastólavænum göngustígum kringum borgina. Ekki má heldur missa af hinum hjartfólgna aðalgarð borgarinnar, með sín ósnertu náttúrusvæði, afgirtu dýrasvæði, safni undir berum himni ásamt fulglasafni, veitinga- og kaffihús, leikvöll, mini-golf og leikvang - að ógleymdum göngustígum sem tileinkaðir eru þeim konum sem kunnastar eru í Svíþjóð.
Holbæk er ekki áfangastaður í alfaraleið, en hefur margt upp á að bjóða. Við höfnina má sjá gömul falleg tréskip og finna þar veitingastaði og staði þar sem hægt er að fá að láni hjól endurgjaldslaust. Ef þú hefur áhuga á sögu, þá er ómissandi að heimsækja Holbæk safnið – 12 húsa þyrpingu sem sýnir hvernig líf fólks var í Holbæk gegnum aldirnar.
Verkefnið Húsnæði fyrir heimilislausa eftir Astrid Lykke Nielsen hlaut verðlaunin New European Bauhaus (NEB) fyrir rísandi stjörnur árið 2021. Markmið verkefnisins er að fylla í tómið sem skapast á milli núverandi húsnæðiskerfa með því að bjóða upp á úrræði sem leggur áherslu á samfélagslegt líf og á sama tíma virðir friðhelgi einstaklingsins. Með því að þróa varanleg, sjálfbær, aðlaðandi og hágæða heimili fyrir heimilislausa borgarbúa, stefnir „Húsnæði fyrir heimilislausa“ að því að koma í veg fyrir að lausnin verði, eins og margar aðrar húsnæðislausnir fyrir heimilislausa, aðeins tímabundnar.
Í annan stað hefur borgin beint athygli sinni að afþreyingu fyrir eldra fólk. Meðal annars hefur hún sett á stofn afþreyingar- og heilsumiðstöðvar og hefur sett saman ráð kjörinna eldri borgara, sem vinnur með borgarráði að því að taka upp mál sem eru eldri þegnum í samfélaginu mikilvæg.
Ekki missa af gönguleiðunum sem tengja borgina við nærliggjandi bæi. Meðlal vinsælustu leiða eru fjarðar-, ísaldar- og votlendisleiðirnar, sem hægt er að komast á gangandi eða á hjóli. Ennfremur, er stjörnuskoðunarstöðin í Brorfelde sem finna má rétt fyrir utan borgina, sú stærsta í Danmörku. Það er aðgengilegt fyrir hjólastóla og boðið er upp á viðburði dag og nótt.
Danmörk er þekkt fyrir fágaða, hagnýta fagurfræðilega hönnun og færni íbúa hennar til að viðhalda notalegheitum og hamingju á löngum vetrum (hygge). Kaupmannahöfn er lýsandi dæmi um þessa eiginleika. Ennfremur, er hún ein af hjólvænustu borgum heims og hefur verið útnefnd fyrir að vera ein af hamingjusömustu borgunum til að lifa í. Það sannarlega endurspeglar gildi New European Bauhaus (NEB)!
Kaupmannahöfn hlaut Evrópuborg-verðlaunin 2021 fyrir sitt borgarhönnunarverkefni, sem tekur til 300 staða sem hannaðir eru til að safna umframregnvatni, á sama tíma og almenningsrými eru bætt. Þessu til viðbótar, hefur borgin verið útnefnd Höfuðborg heims í byggingarlist árið 2023 af UNESCO, ekki síður vegna tilvistar Bjarke Ingels hópsins. Skoðaðu skíðabrekkuþeirra sem byggir á hugmyndafræðinni „frá sorpi-til-orku“!
Á sama tíma, er gamla Billedvej byggingin góð blanda af gömlu og nýju. Verkefnið snérist um að endurnýta byggingu á staðnum með því að framlengja hana lárétt til að nýtast bæði fyrirtækjum og fólki, og skapa þannig rými sem skiptist jöfnum höndum milli einkalífs, almennings og samfélags. Með því að hafa íbúðir í mismunandi stærðum, er hönnunin hugsuð fyrir leigjendur með misjafna innkomu. Það er viðurkennt að slík nálgun eykur umburðarlyndi fyrir fjölbreytni og bætir gæði húsnæðis, sem aftur stuðlar að félagslegri sjálfbærni.
Kaupmannahöfn hýsir einnig Blue Planet lagardýrasafnið, sem er aðgengilegt öllu fólki með fötlun. Byggingin er líka sérstök vegna frumlegrar og sjálfbærrar byggingalistar. Ofan frá líkist lagardýrasafnið risahringiðu og neðan frá virðist það fljóta í glitrandi hringlaga laug.
Hamborg er þekkt fyrir sín grænu og sjálfbæru framtaksverkefni sem endurspegla gildi og markmið New European Bauhaus (NEB) hreyfingarinnar. Borgin hlaut árið 2021 Græn borg ársins-verðlauninog var útnefnd Evrópsk græn höfuðborg árið 2011. Eins og þessar sjálfbæru, grænu hugmyndir borgarinnar, eru í nágrenni hennar dæmi um nútímaleg stórborgarsvæði sem eru aðgengileg fyrir alla og gerir það þess virði að heimsækja.
HafenCity er eitt af metnaðarfyllstu miðborgarverkefnum Hamborgar. Á aðeins örfáum árum, var HafenCity umbreytt úr því að vera iðnaðarhöfn með svo til enga íbúa, yfir í borgarrými með fjölbreyttu félags- og menningarlandslagi. Ólíkt mörgum vinsælum miðborgarsvæðum stýrist þróunin ekki af einstaklingsheimilum. Hið fjölbreytta úrval lífsstíls, verðbils og byggingarstíls laðar að fjölbreytta blöndu íbúa, auk samfélagslegra virkra stofnana á sviði ummönnunar og hjúkrunar. Nokkur samliggjandi svæði kringum hið sögulega vöruhúsahverfi (Speicherstadt), sem er eitt af heimsminjastöðum UNESCO, eru heimsóknarinnar virði. Einnig hefur Elbphilharmonie-tónleikahúsið í Hamborg áhugaverða nútímalega framhlið, en það var opnað árið 2017.
Á hinum goðsagnakennda fismarkaði Hamborgar, sem opnar kl. 05:00 eða 07:00 á sunnudögum, geturðu séð þversnið af íbúum borgarinnar. Salar, hvort sem þeir eru morgunhanar eða næturhrafnar, sem kynna vörur sínar hátt og skýrt (ekki eingöngu fisk, heldur einnig ávexti, grænmeti, osta og fleira) og fjölskyldur sem huga að innkaupum vikunnar.
Nikósía á sér ríka og spennuþrungna sögu. Borgin er talin vera „síðasta sundurskipta höfuðborgin í heiminum“. Þessi sérstaða markast af Grænu línunni sem afmarkar grískumælandi hlutann frá tyrkneskumælandi hlutanum í norðri. Samt sem áður er hægt að skoða báðar hliðar Nikósíu, þökk sé liðkun á landamærareglum í byrjun 21. aldar.
Á stöðum sem hafa þess konar sögu um sundrungu er mikilvægt að leita eftir einingu. Hin kýpverska höfuðborg hýsir New European Bauhaus (NEB) verkefnið Garðar framtíðar, sem almenningur kaus í flokknum „Endurheimt á að finnast tilheyra“. Garðarnir eru hannaðir til að vera opnir öllum og skapa rými sem hægt er að deila til að hjálpa við að sameina samfélög og blása nýju lífi í þeirri tilfinningu að tilheyra og tengjast.
Verkefnið Garðar framtíðarinnar hefur fjögur aðalmarkmið: Að hvetja til sjálfbærrar þróunar; að hafa hlutverk í hringrásarhagkerfinu með því að notast við „bygging úr sorpi“ hugmyndafræðina; að gera heimamönnum kleift að verða frumkvöðlar í landbúnaði og styðja þá með sinn græna félagslega metnað; og að hafa mælanleg áhrif og vera þannig leiðarljós fyrir önnur sambærileg verkefni um alla Kýpur.
Þó Nikósía horfi til framtíðar, þá hefur hún ríka sögu sem vert er að skoða. Safnið Cyprus Museum hefur að geyma fornleifafundi af eyjunni, svo sem leirmuni, skartgripi, skúlptúra og peninga alla leið aftur úr steinöld, ísöld, bronsöld og gríska-rómverska tímanum.