Strassborg er ein hjólavænsta borg Frakklands og sú fimmta hjólavænsta í Evrópu, með 600 km af hjólastígum sem dreifast um allt þéttbýlissvæðið. Ef það hvetur þig til að fara og hjóla, er það auðvelt með sjálfsafgreiðslukerfi hjóladeilingakerfis Strassborgar sem hefur 6000 hjól til umráða allan sólarhringinn. Þar er einnig Evrópuþingið (hægt að skoða sex daga vikunnar gjaldfrjálst), Notre-Dame-dómkirkjan, La Maison des Ponts Couverts-húsið og miðbærinn sem er á lista UNESCO.
Með hjólreiðaleiðum sem spanna frá 5 til 13 km, er Lúxemborg dásamlegur staður til að hjóla um. Hægt er að finna leiðir gegnum hin ýmsu hverfi, svo sem Kirchberg, lestarstöðina og gamla bæinn, svo og í dal Azette-árinnar. Kannski hefur stórkostlegt landslag hjólreiðafólks eitthvað að gera með að Lúxemborg státar af hjólreiðastjörnum þrátt fyrir smæðina. Ef þú vilt njóta náttúrunnar, er auðvelt að flýja borgina á hjóli og skoða einn af meðal 600 km af hjólastígum landsins og 700 km af fjallahjólastígum. Það er líka auðvelt að komast leiðar sinnar gangandi í Lúxemborg og líka fyrir fólk með fötlun, staðreynd sem var viðurkennd með veitingu fyrstu verðlauna Aðgengisborgar-verðlaunanna árið 2022.
Frá því augnabliki sem þú kemur á fallegu aðalstöðina í Antwerpen, verður þú agndofa yfir ótrúlegu byggingalist borgarinnar. Frá sérkennilegum art nouveau gimsteinum til nútímalegrar byggingalistar eins og Hafnarhússins eftir stjörnuarkitektinn Zaha Hadid, er borgin full af áhugaverðum byggingum og gerir göngu um hana að einstökum dagamun. Antwerpen hefur einnig upp á að bjóða 500 km af öruggum og þægilegum hjólreiðastígum og hennar snjalla net númeraðra vegamóta og leiðaáætlunar gerir það auðvelt að ferðast um, jafnvel fyrir gesti. Þú getur fengið hjól í borgarkerfinu sem telur um 300 stöðvar með 4.200 hjólum. Það er augljóst hvers vegna hún er í fjórða sæti sem besta hjólreiðaborg í heimi.
Hollendingar eru frægir fyrir að komast leiðar sinnar á hjólum og þegar þú heimsækir Utrecht er auðvelt að sjá hvers vegna hjólið er í hásæti. Utrecht sem er í þriðja sæti bestu hjólreiðaborga á heimsvísu hefur 420 km af hjólreiðastígum og er stöðugt að fjárfesta í innviðum til að gera hjólreiðar enn meira aðlaðandi. Sögulegi miðbær Utrecht, sem samanstendur af göngusvæðum, miðaldargötum og fallegum síkjum, er einnig yndislegur að skoða á tveimur jafnfljótum og er dásamlega friðsæll. Meðan þú dvelur þar, ekki missa af einstöku 2-hæða síkjakerfinu. Neðri hæðin var upprunalega notuð af kaupmönnum til að afferma vörur beint í kjallara og nú, eftir að hafa verið ónotuð lengi, hefur henni verið breytt í kaffihús, búðir og veitingastaði.
Alster-vötnin, Saxelfur áin og ofgnótt garða eins og Altonaer-almenningsgarðurinn, Öjendorfer-garðurinn, Dove-Elbe-vatnsgarðurinn og Hamborgargarðurinn veita borginni friðsæld og tengingu við náttúruna, sem aftur skýrir hvers vegna borgin var valin Evrópska græna borgin árið 2011. Auk þess að vera græn, er borgin flöt og er því kjörin til hjólreiða á einum af mörgum hjólreiðastígum eða gegnum EuroVelo 3 leiðina. Ef þú ert ekki á eigin hjóli, geturðu fengið borgarhjól á sanngjörnu verði. Hamborg fékk sérstaka umsögn fyrir byggð umhverfi frá Aðgengisborg-verðlaununum árið 2023.
Ef þú ferð til höfuðborgar Danmerkur, þá sérðu fljótlega hvers vegna hún er víða þekkt sem ein af bestu hjólreiðaborgum heims, þökk sé nýstárlegum hjólabrúm, 546 km af hjólreiðastígum, hjólahraðbrautum og skuldbindingu til að stöðugt bæta líf 150.000 manna sem hjóla í vinnu eða í menntastofnun á hverjum degi. Meðan þú ert þar, geturðu reynt að finna út hvers vegna Kaupmannahafnarbúar eru reglulega nefndir sem meðal hamingjusömustu íbúa heims. Það gæti verið vegna nálægðar við vatn og tengingu við jákvæða líkamlega og andlega velferð eða umvefjandi lag Dana til að hygge, með því að skapa hlýlega stemningu og eyða tíma með sínum nánustu. Kannski hefur áhrif á sálarlíf fólks að búa í Evrópsku grænu höfuðborginni 2014, með sínum mörgu görðum og grænu svæðum? Þú getur velt þessu fyrir þér meðan þú situr á huggulegu kaffihúsi og færð þér eitt af landsins frægu, stökku smjörvínarbrauðum. Kannski eru þau leyndarmál hamingjunnar?