Leipzig er borgin þar sem Richard Wagner fæddist og menntaði sig. Bach vann hér á árunum 1723 til 1750 og arfleið hans er heiðruð á hverju ári með tónlistarkeppninni International Bach Competition og tónlistarhátíðinni Bachfest. Tónlist er hluti af sál og sjálfsmynd borgarinnar og um aldir hefur hún vakið athygli tónlistarmanna og tónlistarstofnana. Þar af leiðandi fengu níu staðir, sem eru þýðingamiklir fyrir tónlist, allt frá kirkjum til menntastofnana — Evrópuarfleifðarmerkið European Heritage Label. Þessir staðir, þekktur sameiginlega sem Musical Heritage Sites Leipzig, tákna ýmsa þætti úr tónlistarsögu borgarinnar og sýna úrval tónlistarstarfsemi sem hefur átt sér stað í borginni síðan á 13. öld. Á meðan þú ert í bænum skaltu taka þér tíma til að rölta 5,3 km löngu tónlistarslóðina Leipziger Notenspur — hún liggur framhjá hljóðfærasafninu Museum of Musical Instruments og Arabian Coffee Tree, elsta kaffihúsi Þýskalands. Borgin er einnig heimili spunatónlistarhátíðarinnar Leipziger Improvisationsfestival für Alte Musik, eða Leipzig Improvization Festival fyrir Old Music, hátíð þar sem þemað er spuni tengdur sögulegum starfsháttum sem hluta af menningararfi svæðisins og boðið er uppá blöndu af tónleikum, námskeiðum og jam samkomum. Ekki nóg með þetta, þú vilt kannski líka kíkja á Melt!, Full Force og Splash!, þrjár útihátíðir sem eiga sér stað í norðurhluta borgarinnar á útivistarsvæðinu Ferropolis. Ferropolis er lifandi safn fullt af tilkomumikilli iðnaðarsögu sem gerir einstakan bakgrunn fyrir tónleika og viðburði.
Hamborg er þekkt í Þýskalandi sem „Leiðin út í heim“ og er önnur stærsta borg Þýskalands. Það var ein af stofnborgunum Music Cities Network, það eru alþjóðleg samtök sem sameina tónlistarborgir og stefnumótendur. Borgin var einnig fæðingarstaður Hamburger Schule (Hamborgarskólinn), tónlistarhreyfingar sem ruddi brautina fyrir popptónlist á þýsku. Tvö umdæmi borgarinnar, Speicherstadt og Kontorhaus, eru á heimsminjaskrá UNESCO. Á meðan þú ert í bænum skaltu ekki missa af St Pauli svæðinu sem er einnig frægt fyrir fjölmörga tónlistarklúbba þar sem margir tónlistarmenn, t.d. Bítlarnir, byrjuðu feril sinn. Þú getur einnig uppgötvað sigurvegara verðlaunanna Music Moves Europe Awards á hinni árlegu hátið Reeperbahn festival. Að lokum skaltu ekki missa af Elbphilharmonie, nýja kennileiti Hamborgar sem er tónleikasalur í fyrrum hafnarhúsi. Einnig má nefna útihátíðina Wacken Open Air Festival, sem er ein þekktasta þungarokkshátíð heims og fer fram nálægt Hamborg.
Tónlist hefur alltaf verið mikilvægur þáttur í menningarlífi Árósa. Borgin er hluti af tengslanetinu Music Cities Network og var krýnd menningarhöfuðborg Evrópu árið 2017. allt frá tilkomumiklum tónleikum á Musikhuset Aarhus til rokktónleika í VoxHall, hér er að finna eitthvað sem hentar öllum tónlistaráhugamönnum. Árósahátíðin Aarhus Festival stendur yfir í 10 daga og samanstendur af yfir 1.000 viðburðum með bæði alþjóðlegum og staðbundnum listamönnum sem höfða til fólks á öllum aldri, og það gerir hana að einum stærsta menningarviðburði Norður-Evrópu. Í Árósum er einnig boðið upp á 8 daga jasshátíð, Aarhus Jazz Festival, með hundruðum tónleika víðsvegar um borgina, og margir þeirra eru gestum að kostnaðarlausu. Upplifðu líka skammt af sögunni með því að heimsækja Den Gamle By, stórt útisafn sem minnir á völundarhús og endurskapar danskt líf á 18. og 19. öld. Heimsókn til Árósa er ekki lokið án þess að ganga á Rainbow Panorama, 150 metra hringlaga gönguleiðinni efst á turni listasafnsins ARoS.
Hróaskelda er menningarrík borg sem deilir nafni sínu með tónlistarhátíðinni þekktu. Helstu tónlistarviðburðir fara fram á fjögurra daga tímabili en þú getur líka komist inn á svæðið áður en hátíðin byrjar til þess að njóta andrúmsloftsins. Hróaskelduhátíðin er stærsta tónlistarhátíðin á Norðurlöndum og er svo mikilvæg fyrir borgina að hún hefur getið af sér Musicon, menningarmiðstöð sem er til húsa í fyrrum steypuverksmiðju. Það sem meira er, hátíðin er ekki rekin af borginni sjálfri, heldur af Roskilde Festival Charity Society, félag sem ekki er rekið í hagnarskyni og hefur frá árinu 1971 gefið rúmlega 55 milljónir evra til mannúðarverkefna, menningarverkefna og annarra hugsjónarverkefna um allan heim. Í Hróaskeldu skaltu ekki missa af heimsókn til Ragnarock, safn sem tileinkað er rokktónlist, popptónlist og ungmennamenningu.
Norrköping er staðsett við Eystrasalt á austurströnd Svíþjóðar og var áberandi í iðnaðarbyltingunni. Borgin hefur haldið titlinum Tónlistarborg UNESCO frá árinu 2017, þar er rík tónlistarmenning sem nær yfir alla tegundir tónlistar, allt frá klassískri til rafrænnar. Simfóníuhljómsveit Norrköping er ein sú frægasta í Skandinavíu og í henni starfa 85 tónlistarmenn.
Í Norrköping er virk samþætting menningaratvinnugreina, skapandi atvinnugreina og þéttbýlisþróunar. Gamli tónleikasalurinn Hörsalen hefur gengist undir umbreytingu í tónlistarmiðstöð fyrir ungt fólk og tónlistariðnaðurinn styður innflytjendasamfélagið með atvinnutækifærum.
Gautaborg varð formlega borg árið 1621, þar sem hún var miðstöð fiskveiða, og er nú næststærsta borg Svíþjóðar og einn stofnandi tengslanetsins Music Cities Network. Borgin er þekkt fyrir lifandi tónlistarhefð og er fæðingarstaður margra athyglisverðra tónlistarmanna, þar á meðal Björn Ulvaeus í ABBA og söngvarans José González. Tónlistarhefðir borgarinnar endurspeglast í útihátíðinni Way Out West, þriggja daga hátíð með þekktum tónlistarmönnum og hópum, allt frá hip-hop tónlist til rokks og raftónlistar. Viðleitni borgarinnar til að gera samgöngur, húsnæði og atvinnu aðgengilegt öldruðum og fólki með fötlun var verðlaunað árið 2014 með EU Access City Award. Farðu í göngutúr meðfram síkjunum og uppgötvaðu Feskekörka, sögulega fiskmarkaðinn í byggingunni með óvenjulega kirkjulega lögun. Svo er gott að láta undan í sænsku siðvenjunni „fika“, sem þýðir hlé til að drekka kaffi og borða kökur með öðrum, við mælum með að gera það í Haga. Haga var upphaflega ætlað að vera fyrsta úthverfi Gautaborgar og reis á 17. öld en er nú ómissandi svæði í miðborginni, þar sem eru að finna smásteinastræti og vel varðveitt tréhús frá 19. öld.
Stavanger er Menningarhöfuðborg Evrópu árið 2008 og heimili nokkurra árlegra hátíðahalda með tónlistarhátíðum sem eru sérhæfðar fyrir jazz, þjóðlagatónlist, rokk og fleira. Sú frægasta er e.t.a. Stavanger International Chamber Music Festival, þar sem heimsþekktir einleikarar koma fram saman með nýuppgötvuðu tónlistarfólki.
Upplifðu líka skammt af sögunni með því að heimsækja gamla bæinn, Gamle Stavanger, sem er lítið sögulegt svæði með rúmlega 170 fallega endurreistar trébyggingar frá 18. og 19. öld. Vantar þig að komast út í náttúruna? Farðu í bátsferð til að upplifa Lysefjord og Pulpit Rock, sem trónir í um 600 m yfir þér.