Viðurnefni Bialystok, sem hin „græn lungu“ Póllands, skýrir sig sjálft: Með sínum görðum, torgum og skógum, er einn þriðji borgarinnar undirlagður náttúru í fullkominni sátt við sjálfbæru þéttbýlisþróunina sem New European Bauhaus (NEB) stendur að..
Fyrsti ‘vasabrotsgarður’ borgarinnar er algjör bylting. Hannaður fyrir fólk af öllum aldri, býður þessi litli en vinalegi garður upp á bekki fyrir aldraða og fatlaða, rólur fyrir börn, umhverfisvæna lýsingu og reiðhjólagrindur.
Þar sem Białystok liggur nálægt landamærum Póllands og Litháens, Rússlands, Belarús og Úkraínu, þá hefur borgin laðað að sér töluverðan fjölda farandsverkafólks gegnum árin, sem hefur stuðlað að víðsýni. Samhliða meirihluta íbúa sem eru Gyðingar er komu í kringum 1900, hefur nú myndast lítið samfélag Tataramúslíma sem hefur aðgang að íslamskri miðstöð og bænahúsi.
Fyrir þau sem langar að upplifa hámenningarkvöld, má benda á Podlasísku óperuna og fílharmoníuna, sem er stærsta og nútímalegasta menningarstofnun borgarinnar. Þessi tilkomumikla glerbygging, með sínum náttúrulegu innréttingum og víðáttuútsýni frá gróskumiklu þakinu, er heimsóknar virði.
Staðsett þar sem árnar Nemunas og Neris mætast, er Kaunas önnur stærsta borgin í Litháen og er ímynd hugsanafrelsis. Svo það er ekki að furða að í borginni megi finna Frelsisbrautina (Laisves Aleja á Litháísku), eina af lengstu götum Evrópu sem mælist 1,6 km löng.
Sem hluti af New European Bauhaus (NEB) hátíðinni, hýsti þessi nútímaborg hliðarviðburð um hlutverk hönnunar í hringrásarhagkerfi. Borgin er líka heimkynni Genius Loci, stafræns kortlagningarkerfis, sem hannað var og skapað til að standa vörð um og fylgjast með þéttbýlismyndun Šančiai-hverfisins. Saman mynda kortin aðstæður til að styrkja og virkja sameiginleg borgararéttindi.
Sem hluti afKaunas 2022 evrópskri menningarhöfuðborg , er borgin að þróast í að vera „eitt stórt svið fyrir Evrópu“ með því að hýsa hundruði viðburða innan- og utanhúss.
Meðan þú dvelur þar, er vert að sjá NEMUNO7 skipið, ECOC vettvang flaggskips sem endurspeglar gildi New European Bauhaus. Þessu gamla gröfuskipi hefur verið breytt í menningarrými til að hvetja til umhugsunar um hlutverk vatns í náttúrunni.
Inngildi og aðgengi fyrir alla eru lykilatriði á nokkrum stöðum víðsvegar um borgina. Til dæmis býður Sögulega forsetahöllin upp á leiðsögn á sex tungumálum, þar með talið á táknmáli og blindraletri. Og ef þú hefur áhuga á að fræðast meira um sögu borgarinnar, þá má sækja Borgarsöguhátíðina þar sem safnafræðingar, leikskáld, sagnfræðingar, sögumenn og aðgerðasinnar úr héraðinu fagna fjölþjóðlegu „minni Kaunas-borgar“.
Vissir þú að Ríga er með stærsta samansafn bygginga í art nouveau-stíl í heiminum? Notaðu tækifærið meðan þú gengur um, til að villast um götur borgarinnar og líta upp eftir þessum stórkostlegu byggingum sem umvefja hin New European Bauhaus (NEB) gildi og markmið í byggingalist.
Lettneska höfuðborgin hefur að geyma ýmsa staði sem byggðir eru á stoðum aðgengileika og sjálfbærni. Til dæmis blandast saman afþreying, menning og náttúra í Meža-garðinum, hinum glæsilegasta garði borgarinnar með sínum húsum, sandhólum, skógum og vatni.
Langar þig að skoða staði sem samtvinna byggingalist við náttúru? Þá ættirðu að heimsækja Ziemeļblāzma-menningarhöllina, sem staðsett er í miðjum stórum garði. Eða þú gætir tékkað á nýuppgerða Mežaparks-tónlistarvettvanginum, sem var upprunalega byggður í kringum 1950. Þetta tilkomumikla byggingalistaverk nýtist til margskonar afþreyingarviðburða og býður ekki aðeins upp á græn svæði, heldur er líka umkringt skógi.
Hiðþjóðfræðilega safn Lettlands er eitt það elsta og stærsta safn þeirra safna sem eru undir berum himni í Evrópu. Hinar vel varðveittu 118 sögulegu byggingar standa andspænis stórum furuskógi og veita gestum frelsistilfinningu meðan skoðað er.
Í Tallinn, sem útnefnd var Græna evrópska höfuðborgin árið 2023, svífur yfir vötnum andi borgarframúrstefnu, frelsis og umhyggju fyrir umhverfinu og stendur fullkomlega undir merkjum New European Bauhaus (NEB). ViðPollinator-hraðbrautina hefur náttúran verið felld inn í borgarlandslagið með því að endurskapa landræmur milli borgarhluta sem líkjast engi. Á sama tíma hefur sambland af miðaldarsögu Tallinn og það að vera fyrrum Sovétlýðveldi haft áhrif á byggingalist staðarins og gefur höfuðborg Eistlands yfirbragð tímaleysis og fjölhæfni.
Þessi Eystrasaltsstrandarborg getur stært sig af óviðjafnanlegu landslagi, oft í góðu jafnvægi við sjálfbær og aðgengileg rými, eins og í Kumu-listasafninu. Staðsett á móti stórum opnum svæðum Kadriorg-garðsins, er safnið hagnýt, nútímaleg og orkusparandi bygging sem endurspeglar eistneska byggingahefð. Og Telliskivi sköpunarborg-menningarmiðstöðin, þar sem skapandi samfélög hittast til að deila menningu án aðgreiningar, er áhugaverður staður að heimsækja. Þessu fyrrum iðnaðarsvæði, hefur verið breytt í vettvang þar sem boðið er upp á margs konar viðburði, svo sem sýningar, flóamarkaði og hátíðir, verslanir og veitingastaði.
Höfuðborg Finnlands er partur af New European Bauhaus (NEB) Hetjuborgum og árið 2021 stóð hún fyrir hönnunarspjalli byggðu á grundvallaratriðum frumkvæðis: Að hanna borgir á sjálfbæran hátt með aðgengi fyrir alla.
Í miðborginni má finna hið mikilfenglega Oodi-aðalbókasafn, sem byggt er úr gleri, stáli og tré og er sambland af hefðbundinni og frumlegri hönnun. Hannað með aðgengi fyrir alla í huga, gefur bókasafnið öllum borgurum tækifæri á að nálgast þekkingu, meðal annars bágstöddum samfélögum og ungu fólki.
Borgarendurnýjun er algengt hugtak í Helsinki. Stærsta menningarmiðstöð Finnlands er Kapalverksmiðjan, sem upprunalega var byggð fyrir iðnað í kringum 1950 og telur nú fimm hektara af íþróttaklúbbum, listaskólum, söfnum, sýningarsölum og fleira.
Viltu flýja undan hávaða borgarinnar? Þá ætti Kamppi-kapellan að vera rétti staðurinn fyrir þig. Þessi „þagnarkapella“ gerð úr tré er hinn fullkomni staður til að hreinsa hugann og upplifa frið og ró.