Lissabon er ein af 100 borgum Evrópu sem hafa heitið því að verða loftslagshlutlaus fyrir árið 2030 sem hluti af verkefni ESB um loftslagshlutlausar og snjallar borgir. Sem græn höfuðborg Evrópu árið 2020 lifir Lissabon og andar að sér sjálfbærni. Portúgalska höfuðborgin, sem er fræg fyrir falleg holt og hæðir og matargerð sem tengd er við strandsvæði, lækkaði koltvísýringslosun sína á milli 2002 og 2014 og er nú leiðandi hvað varðar almenningssamgöngur, rafknúin ökutæki, hjólreiðarverkefni og græn svæði og garða. Langar þig að njóta fallegs útsýnis yfir borgina? Farðu í göngutúr í Jardim do Torel.
Vallodolid er staðsett í dal Pisuerga árinnar og sérhæfir sig í sjálfbærni. Skóglendissvæði í miðju þéttbýlinu hjálpa til við að gleypa kolefnislosun borgarinnar og um 1.500 hjólastígar hjálpa íbúum að komast leiðar sinnar á umhverfisvænan hátt. Nærliggjandi hérað er frægt fyrir sögulega kastala eins og Castillo de Simancas, svo hvers vegna ekki skella sér á hnakkinn á leiguhjóli og kanna þennan falda spænska fjársjóð?
Vitoria-Gasteiz er staðsett í aðeins klukkustundar fjarlægð frá Bilbao og hlaut titilinn Græna höfuðborg Evrópu árið 2012 — og það er auðvelt að sjá hvers vegna. Borgin er umkringd „grænum hring“ af fjöllum og skógum, og allir íbúar hennar búa á innan við 300 m fjarlægð frá grænu svæði. Central La Florida Park er grasagarður með yfir 90 tegundum trjáa og er frábær staður til að slaka á og taka inn andrúmsloftið á staðnum. Garðurinn hefur einnig að geyma menningarhús sem er tileinkað spænska rithöfundinum José Ignacio de Aldecoa og einstakt bókasafn.
Zaragoza er höfuðborg Aragón héraðsins á Spáni og er fræg fyrir rómverska sögu sína, einstaka matargerð og öfluga þéttbýlislist. En utan það hefur borgin skuldbundið sig umhverfinu líka. Parque del Agua „Luis Buñuel“, er stór vatnagarður sem er staðsettur norðvestur við miðborgina. Þessi vistvæni garður sem er opinn almenningi er byggður á 140 hektörum af ónotuðu ræktarlandi og er gott dæmi um græna enduruppbyggingu og býður nú upp á afþreyingu á borð við flúðasiglingar og hestaferðir. Ef þú kýst frekar rólegri hraða getur þú líka róið út á bátavatn garðsins.
Fallegt Miðjarðarhafsstrandarveður sameinað heillandi miðaldasögu. Montpellier er áfangastaðurinn sem þú mátt ekki missa af á DiscoverEU ferð þinni. Strandlengjan hefur að geyma Palavasian lónin, röð gullfallegra lóna sem eru vernduð af ESB sem Natura 2000 áfangastaður. Þar sem á svæðið herja oft miklar hitabylgjur hjálpar þessi vernd við að friða dýralíf í lónunum. Annar Natura 2000 staður í borginni er áin Lez sem rennur í gegnum garðinn Parc du Domaine de Méric. Garðurinn hefur að geyma fyrrum heimili franska impressjónistamálarans Bazille, svo hvort sem þú viljir læra meira um líf hans eða einfaldlega njóta friðsællar göngu meðfram ánni, býður garðurinn upp á eitthvað fyrir alla.
815 km langa hjólaleiðin ViaRhôna liggur í gegnum Lyon og býður DiscoverEU ferðamönnum tækifæri til að kanna Suður-Frakkland á sjálfbæran hátt á hjóli. Hjólaleiðin fylgir ánni Rhône í gegnum dali og aldingarða með ólífutrjám frá Genfarvatni til Lyon og að lokum til Miðjarðarhafsstranda Frakklands. Ef þú hefur lítið fyrir stafni eitt síðdegið, hvers vegna ekki að nota leiðina til að uppgötva fegurð svæðisins?
Strassborg er oft nefnd sem tengslin milli franskrar og þýskrar menningar en miðborg Strassborg er á heimsminjaskrá UNESCO í heild sinni. Borgin komst í úrslit sem Græn höfuðborg Evrópu árið 2021 og er leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og bættum loftgæðum. Árið 2012 hóf Strassborg sáttmálann Allir sameinaðir fyrir meiri líffræðilega fjölbreytni, sem verndar skóga, garða og dýralíf borgarinnar með því að búa til búsvæði fyrir tegundir eins og býflugur, hafa letjandi áhrif á notkun meindýraeiturs á ræktun og setur upp græn þök á byggingum. Það sem meira er, ef þú hefur alltaf dreymt um að vera í tveimur löndum í einu, þá er Strassborg staðurinn til að heimsækja. Mundu að fara og skoða brýrnar í Two Shores Garden — þar er hægt að standa samtímis með einn fótinn í Frakklandi og hinn í Þýskalandi.
Vaduz er staðsett í fallegu Ölpunum, á bökkum Rínar, og býður upp á töfrandi útsýni yfir skógi vaxin fjöll og háa tinda í næstum allar áttir. Borgin er lítil, sem gerir það auðvelt að komast út fyrir borgarmörkin og kanna náttúruna fótgangandi eða á hjóli. Liechtenstein hugsar vel um plöntu- og dýralíf sitt á 171 hektara af friðlýstum náttúruverndarsvæðum víðsvegar um landið. Ef þú ákveður að heimsækja Vaduz skaltu ganga úr skugga um að muna eftir gönguskónum svo þú getir nýtt þér þessa sveitalífsparadís.
Bæverska borgin Nuremberg er fræg fyrir kastalann sinn og völundarhús af þröngum götum gamla bæjarins en hún komst einnig í úrslit verðlaunanna fyrir Græna höfuðborg Evrópu árin 2012 og 2013. Græn svæði um alla borgina takmarka notkun mengandi ökutækja, sem gerir loftið hreinna og heilbrigðara. Einnig er mikil áhersla lögð á hringrásarhagkerfið í borginni og 56% af úrgangi sveitarfélagsins er endurunnið. Miðborgin er full af sjálfstæðum verslunum sem hafa skuldbundið sig til að selja umhverfisvænar eða lífrænar vörur. Aðdáendur hefðbundinna handsmíðaðs handverks ættu ekki að missa af því að ráfa um Craftsmen’s Courtyard sem er í miðaldastíl.