Skip to main content
A picture © shutterstock.com - Kzenon

Vinna í fríum

Síðast uppfært Þriðjudagur, 06/04/2021

Að vinna í fríinu getur verið frábært tækifæri til þess að fjárfesta í þínum eigin starfsframa og auka færni þína, en þéna jafnframt örlitlar aukatekjur. Hvort sem þú ert námsmaður eða atvinnulaus, þá getur smávegis árstíðabundin vinna hjálpað þér af stað.

Hví ætti maður að vinna í fríinu?

Jú, mikið rétt, þú missir af nokkrum klukkustundum við að flatmaga þig á sólarströndinni eða renna þér niður skíðabrekkurnar. En líttu á jákvæðu hliðarnar – því fyrir utan launin, þá mun þér gefast tækifæri til að hitta nýtt fólk í nýju umhverfi, sem gæti hæglega leitt til framtíðarstarfs seinna meir.

Einn langstærsti ávinningurinn af því að vinna í fríum er þó sá að afla sér reynslu, einkum ef þú ert námsmaður. Jafnvel þótt þessi vinna eigi ekkert skylt við það sem þú ætlar að starfa við í framtíðinni, þá muntu læra grundvallaratriðin um það til hvers er ætlast af þér á vinnumarkaðnum og hvernig á að höndla samskiptin við annað fólk í vinnuumhverfinu. Hvert einasta starf sem þú tekur að þér og allt sem þú tekur þér fyrir hendur hjálpar til við að byggja upp ferilskrá þína.

 

Vinna í fríum innan EB

Hvort sem um er að ræða sumar- eða vetrarfrí, eða bara vegna stuttra hléa, þá bjóðast ýmsir möguleikar.Þú getur til dæmis unnið á hótelum, veitingastöðum, börum eða jafnvel týnt ávexti á sumrin. Á suðrænum slóðum má reyna fyrir sér sem baðstrandarvörður eða brimbrettakennari, norðar má stunda vinnu tengda skíðum allan veturinn. Og ef þú ert bara laus enn styttri tíma, þá má prófa dagvinnu eða jafnvel tímavinnu – á borð við veisluþjónustu eða vera kynnir á viðburði.

 

Ekki láta plata þig

Sumir smærri vinnustaðir eins og barir, veitingahús og álíka munu ekki vilja láta þig hafa formlegan verksamning – en samt ekki láta þá komast upp með að nýta sér það. Stattu fast á því í upphafi að þú ætlist til að þeir standi við sinn hlut þess sem samið er um, bæði hvað varðar laun og vinnutíma.

 

Hvar á að leita

Veldu þér vinnu – árstíðabundin / uppskeruvinna út um allan heim

Árstíðabundnir starfsmenn

Sumarstörf í Evrópu og út um heim