Skip to main content
Submitted by Elisavet KOZAKOU on
Draw lines
Yes
Color
#87ceeb
Cities/Points
Name
Larissa
Country
Greece
Population
164381
Why visit?

Larissa, sem státar af merkri sögu en horfir til framtíðar, aðhyllist djarfar hugmyndir og framsæknar nálganir sem eru í fullu samræmi við gildi og framtaksverkefni New European Bauhaus.

Árið 2021 hélt Larissa alþjóðlega hugmyndasamkeppni um hönnun svæðisins í kringum fyrsta forna leikhús borgarinnar. Lífleg leikhús voru lykilþáttur í forngrískri menningu og voru hjarta félagslífsins. Fyrir utan leikhús gefur fimm mínútna göngutúr þér tilfinningu fyrir ríkri og fjölbreyttri sögu Larissu – frá Grikklandi til forna til Tyrkjaveldisins. Textílmarkaðir sem kallast bezestenis – dregið af arabísku orðunum fyrir bómull (bez) og textílkaupmenn (bezzaz) – voru lykilþáttur í borgarlífi Tyrkjaveldis, sem sýndi að borgin var mikilvæg og iðandi verslunarmiðstöð. Bezesteni-markaður Larissu var reistur seint á 15. og snemma á 16. öld og þótt aðeins fjórir steinveggir séu eftir í dag hýsti hann einu sinni 21 verslun.

Larissa er heillandi blanda af andstæðum menningarheimum, gömlum sem nýjum, og nýstárleg nálgun hennar er að breyta henni í nútímalega borg á fornum grunni. Hún er líka SNJÖLL borg sem notar nýsköpun og samsköpun til að endurnýja borgarlandslag sitt með náttúrutengdum inngripum.

Image
Larissa
Coordinates
39.6310695,22.3891268
Tags with icon
Rediscover the history
Rich in green spaces
Sustainable initiatives
Name
Þessalóníka
Country
Greece
Population
1091424
Why visit?

Þessalóníka, sem aðhyllist gildin sem felast í New European Bauhaus (NEB) er að ögra viðteknum hugmyndum með því að gefa hefðbundnum arkitektúr nútímalegan snúning. Einn af flottustu stöðum borgarinnar er Aigli Geni Hammam, fyrrum tyrkneskt baðhús sem hefur verið endurgert og hýsir nú kvikmyndahús og kvöldveislur á veturna. Í hinu líflega Valaoritou-hverfi er hægt að heimsækja Three Pieces knæpuna, sem er með földum bar og ljósmyndaklefa. Nálægt gamla bænum finnur þú Pasha Gardens, dularfullan garð af óþekktum uppruna sem hefur að geyma fjölda dularfullra steingerðra mannvirkja, mynda og tákna.

Ef þú hefur áhuga á list skaltu kíkja á safnið Metropolitan Organization of Visual Arts Museum of Thessaloniki, sem hýsir heillandi sýningar, allt frá ljósmyndun til rússneskrar framúrstefnu.

Auk þess að vera menningarmiðstöð er Þessalóníka merkisberi sjálfbærni. Árið 2021 innleiddi borgin áætlun um sjálfbæran hreyfanleika í þéttbýli til að endurskipuleggja almenningsrými og þróa fleiri gönguleiðir. Smart Mobility Living Lab í Þessalóníku er í fararbroddi í Evrópu í notkun tækni til að bæta hreyfanleika í þéttbýli. Og til að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu hefur borgin hleypt af stokkunum sjálfbæru ferðakorti sem hvetur til athafna með litla losun, eins og gönguferðir með leiðsögn. Ekki gleyma að sækja kortið þitt þegar þú heimsækir borgina!

Image
Þessalóníka
Coordinates
40.6212524,22.9110079
Tags with icon
Urban renewal
Green Mobility / European Mobility Award
Sustainable initiatives
Name
Skopje
Country
North Macedonia
Population
480000
Why visit?

Höfuðborg Norður-Makedóníu er einstök og heillandi borg. Skopje, sem þrífst nú á gildum og markmiðum New European Bauhaus (NEB) er fyrsta borgin í Norður-Makedóníu sem er hluti af neti Grænna borga.. Það er auðvelt að ganga um Skopje enda er hún tiltölulega lítil og þar er margt að sjá, eins og Čaršija, gamlan bæ frá tímum Tyrkjaveldis, eða Listabrúna, sem er skreytt styttum af merkum makedónskum listamönnum og tónlistarmönnum.

Í Skopje er verið að leggja sívaxandi áherslu á sjálfbærni og eru ungmennasamtökin Go Green besta dæmið um það. Samtökin hafa hleypt af stokkunum „From Door to Door“ verkefninu: félagslegu framtaki þar sem notast er við sjálfbært úrgangsstjórnunarlíkan til að bæta félagslega þátttöku óformlegs sorphirðufólks í borginni. Skopje komst í lokaval í Evrópsku hreyfanleikaverðlaununum 2016 þökk sé nýstárlegri bílasamflotsþjónustu sinni.

Árið 1963 gerði hrikalegur jarðskjálfti það að verkum að borgin neyddist til að gangast undir algera endurreisn, sem leiddi til merkilegrar nútímalegrar byggingarlistar. Eitt dæmi er aðalpósthús borgarinnar, sem var hannað af Janko Konstantinov. Byggingin er byggð í nútímalegum brútalískum stíl og hefur djörf, óvenjuleg form sem skaga út úr framhlið hennar. Í borginnni er líka að finna næstum 300 styttur og verk, allt frá sögulegum persónum til abstrakt listaverka, og 66 metra háan þúsaldarkross.

Image
Skopje
Coordinates
41.9991487,21.3898709
Tags with icon
Green Cities Network
Green Mobility / European Mobility Award
Name
Niš
Country
Serbia
Population
253849
Why visit?

Niš er heillandi blanda af sögulegri Balkanskagahönnun, brútalískri og póst-sósíalískum byggingarlist og skapandi endurnýjun borgarrýma, þar sem hægt er að upplifa hinn sanna kjarna New European Bauhaus (NEB). Allt þetta saman skapar iðandi borg sem er rík af sögu og menningu. Eitt dæmi er Thinkers Alley, síðasta gatan sem eftir er af fyrrum Niš-basarnum, þar sem fjölmörg kaffihús og hefðbundnar krár eða kaffistofur sem kallast kafanas, renna saman í lifandi bræðslupotti ferðamanna, námsmanna og heimamanna. 

Árið 2005 varð Niš aðili að Energy Cities, neti sveitarfélaga sem leitast við að valdlefna borgir og borgara til að skipta yfir í lifnaðarhætti sem uppfylla kröfur framtíðarinnar. Árið 2014 samþykkti borgin Samning borgarstjóra um sjálfbæra aðgerðaáætlun í orkumálum (Covenant of Mayors Sustainable Energy Action Plan), skuldbindingu sveitarstjórna um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að taka upp sjálfbærar og skilvirkar lausnir í borgarþróun. Niš er líka ein af sex borgum FRAMTÍÐARINNAR sem leiða umskipti í átt að viðnámsþolnum og lífvænlegri borgum sem einkennast af lítilli kolefnislosun. Árið 2016 hýsti Niš fyrstu Alþjóðlegu ráðstefnuna um borgarskipulag, þar sem fræðimenn, vísindamenn og borgarstjórar komu saman til að finna lausnir á þeim áskorunum sem borgir 21. aldarinnar standa frammi fyrir. Niš er sjálfbær borg með augun á framtíðinni!

Á meðan þú ert í borginni skaltu skoða virkið sem Tyrkir byggðu á 18. öld (þótt virki hafi reyndar verið á svæðinu frá tímum Rómaveldis). Það er frábær staður til að eyða nokkrum klukkustundum í að dást að arkitektúrnum og skoða listagalleríið, sölubása, veitingastaði og kaffihús Virkið hýsir líka Nišville-tónlistarhátíðina, þannig að bættu henni við dagatalið þitt ef þú hefur gaman að djasstónlist.

Image
Nis
Coordinates
43.3162209,21.8216015
Tags with icon
Urban renewal
Name
Belgrad
Country
Serbia
Population
1200000
Why visit?

Belgrad er ein elsta borg í Evrópu sem hefur verið í samfelldri byggð. Hún á sér merka sögu, því Keltar, Rómverjar, Býsansmenn, Frankar, Búlgarar, Ungverjar, Tyrkir, Hapsborgarar og fleiri bjuggu í borginni áður en hún varð höfuðborg Júgóslavíu árið 1918. Barist hefur verið um borgina í 115 styrjöldum, hún hefur 44 sinnum verið jöfnuð við jörðu, sprengd 5 sinnum og margoft verið umsetin. Heimsæktu Ružica-kirkjuna, þar sem þú munt finna tvær ljósakrónur sem eru gerðar úr skothylkjum, sverðum og fallbyssuhlutum frá fyrri heimsstyrjöldinni efniviður sem hæfir fortíð Belgrad.

Það sem gerir Belgrad sérstaklega viðeigandi fyrir New European Bauhaus (NEB) er arkitektúr hennar, með heillandi brútalískri áherslu á efni, áferð og smíði, með fallegum Art Nouveau og ný-bysantískum áhrifum. Nokkur sláandi dæmi eru hallandi blokovi íbúðirnar í Nýju-Belgrad sem minna á Lego, aðalskrifstofa símans sem virðist fljóta yfir jörðu, og eldflaugarlaga Avala-turninn. Í Belgrad eru líka grænir markaðir eins og Dorćol Platz, sem selja sjálfbærar afurðir, notaðan fatnað og endurunnið efni.

Þrátt fyrir ríka sögu sína vinnur Belgrad hörðum höndum að því að nútímavæða sig og byggja upp framtíðarborg sem virkar fyrir alla. Árið 2018 gekk Belgrad í net Grænna borga, Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu og skuldbatt sig til að byggja upp sjálfbæra innviði og taka upp aðgerðaáætlun um græna borg.

Image
Belgrad
Coordinates
44.8154033,20.2825147
Tags with icon
Rediscover the history
Green Cities Network
Name
Reykjavík
Country
Iceland
Population
130000
Why visit?

Reykjavík, þar sem yfir 65% Íslendinga búa, státar af blómlegri menningu og hönnun. Borgin er umkringd stórkostlegu landslagi sem virðist úr öðrum heimi ognáttúran hefur mikil áhrif á íslenska myndlist. Hinn frægi sköpunarkraftur íbúanna hefur verið rakinn til framsækinnar menningar og skorts á náttúrulegum hráefnum.

Íslensk hönnun er djörf, nýstárleg og tilraunakennd og er í samræmi við framsækinn og sjálfbæran anda New European Bauhaus (NEB). Tískuiðnaður hennar einkennist af djörfum, sérkennilegum stíl sem á rætur í vistfræðilegri skuldbindingu – sem er komið á framfæri af frægu fólki eins og Björk (sem er fræg á alþjóðavísu fyrir stíl sinn), og efnum eins og fiskleðri og munum úr hraungrýti. Tveir áberandi abstrakt- og framúrstefnulistamenn, Svavar Guðnason og Nína Tryggvadóttir, eru frá Reykjavík.

Heimsæktu eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, tónlistarhúsið Hörpu. Þessi kubbslega bygging við vatnsbakkann, með sérkennandi glerhjúp sínum, var hönnuð í samvinnu við myndlistarmanninn Ólaf Elíasson. Harpa hlaut hin virtu verðlaun Evrópusambandsins fyrir samtímaarkitektúr – Mies van der Rohe-verðlaunin árið 2013. Ísland er aðili að Nordic Carbon Neutral Bauhaus, sem er NEB Lab verkefni.

Þótt Ísland sé kannski ekki þekkt sem fyrirsólarstrendur sínar, þá er Nauthólsvík, að finna rétt fyrir utan Reykjavík, en það er manngerð strönd með gullnum sandi og upphitaðri sundlaug. Aðgangur er ókeypis á sumrin og kostar um 5 evrur á öðrum árstímum.

Image
Reykjavík
Coordinates
64.1335484,-21.9224813
Tags with icon
Sustainable initiatives
NEB Lab