Paphos,sem var Menningarhöfuðborg Evrópu árið 2017, er staðsett a vesturströnd Kýpur og er friðsæl borg með sýnilega sögu. Fornu byggingarrústir fornleifagarðsins í Paphos hafa verið viðurkenndar sem heimsminjastaður UNESCO.
Heimsókn á taverna - hefðbundinn kýpverskan veitingastað - er nauðsynleg þegar maður er í Paphos. Þú munt geta prófað endalaust úrval af litlum bitum sem kallast meze undir hljómfagurri kýpverskri tónlist. Í þeim er góðgæti eins og grillað kýpverskt brauð borið fram með feta, halloumi og tzatziki. Ljúktu máltíðinni svo með því að smakka hið fræga loukoumia; dæmigert kýpverskt sælgæti með verndaðri landfræðilegri merkingu ESB (EU Protected Geographical Indication, PGI) – sem þýðir að ekta loukoumia er einstakt fyrir kýpverska menningu.
Höfuðborg Möltu, Valletta, er þétt útisafn — þar er að finna 320 minnisvarða í þröngum sundum og leynilegum görðum. Hún er heimsminjastaður UNESCO og var Menningarhöfuðborg Evrópu árið 2018, enda er hún þekkt fyrir stórkostleg varnarvirki og barokkhallir.
Maltnesk matargerð er suðupottur matargerðarlistar ábúenda eyjanna – þar er að finna sterk ítölsk áhrif í bland við spænska, franska, suður-franska og breska matargerð, sem gefur henni einstakan karakter. Prófaðu hobz biz-zejt (maltneskt brauð með túnfiski og tómatmauki) hjá götusala eða komdu við í sælgætisbúð til að smakka imqaret; steikt sætabrauð fyllt með ljúffengu döðlumauki.
Nyrsta höfuðborg heims, Reykjavík, hefur allt: líflegt menningarlíf, gnægð af náttúruundrum og spennandi matargerð. Ferskt hráefni og einstakir réttir einkenna íslenskan mat — matargerð þar sem áhersla er lögð á hágæða árstíðabundið og íslenskt hráefni. Í Reykjavík er hægt að gæða sér á ferskum humri, þorski og ýsu ásamt staðbundnu góðgæti eins og íslenska þjóðarréttinum, kæstum hákarli. Að skella sér í eina af þeim fjölmörgu jarðhitalaugum sem þar er að finna er fullkomin leið til að slappa af á Íslandi.
Cork á skilið orðspor sitt sem matarhöfuðborg Írlands, með blöndu sinni af hágæða írskum afurðum og gnótt af skapandi, ástríðufullum kokkum. Enski markaðurinn, frægur írskur matvörumarkaður sem á sér yfir 200 sögu, er frábær staður til að smakka á helstu kræsingunum sem Cork hefur upp á bjóða. Á markaðinum, sem er til húsa í verðlaunaðri viktorískri byggingu, er að finna allt frá matarbásum sem bjóða upp á ferskan mat til helstu veitingahúsa Cork. Þegar þú heimsækir borgina skaltu prófa ekta írskan cheddar eða smakka kryddað nautakjöt, rétt sem er venjulega borðaður á jólum eða nýársdegi.
Hefur þú fengið fylli þína? Fáðu þér þá göngutúr í hinum friðsæla Fitzgerald Park og heimsæktu safnið Nano Nagle Place, sem var sigurvegari Safnaverðlauna Evrópuráðsins árið 2022.