Skip to main content
Submitted by Beatriz RODRIG… on
Route Family
Draw lines
Yes
Color
#0B39E2
Cities/Points
Name
Korfú
Country
Greece
Population
99134
Why visit?

Staðsett í forréttindastöðu á eyju í jóníska hafinu, nýtur Korfú 300 sólardaga á ári og er rík af matarmenningu. Grískar matargerðarhefðir teygja sig þúsundir ára aftur í tímann og Miðjarðarhafsmataræðið sem byggir á ávöxtum, grænmeti, heilum kornum og hollri fitu er talið með þeim heilsusamlegustu í heiminum. Meðan þú dvelur á Korfú, kauptu ferskar afurðir (sjávarfang, grænmeti, heimagerðar afurðir og kryddjurtir) af markaðnum í Korfú, nálægt feneyska kastalanum, prófaðu heimarétti eins og bourdeto (fiskur borinn fram með rauðum paprikum, lauk, chili og sítrónu) og bragðaðu á staðbundnum vörum eins og hunangi, ólífuolíu og gullappelsínum (kumquat). Tvö síðasttöldu atriðin hafa hlotið PDO (protected designation of origin) upprunavottun. 

Image
Korfú - Grikkland
Coordinates
39.6110146,19.8888994
Tags with icon
Tasty Food
Spots to Swim
Name
Brindisi
Country
Italy
Population
87820
Why visit?

Þar sem Brindisi er hafnarborg, hefur hún lengi verið mikilvægur áningarstaður fyrir kaupmenn á leið sinni um Miðjarðarhaf og víðar. Vegna þessa, gætir ljúffengrar áhrifablöndu í matnum á Brindisi. Meðan þú dvelur þar, prófaðu PDO (protected designation of origin)-upprunavottuðu Collina di Brindisi ólífuolíuna (sögð hafa ýmis heilsubætandi áhrif) sem kemur úr héraðinu og ferskt staðargrænmeti í réttum eins og ciambotto (grænmetiskássa). Slík virðing er borin fyrir mat og eldamennsku að Brindisi og allt héraðið í kring er þekkt fyrir matarhátíðir sínar, eins og sverðfiskshátíðina og kolkrabbahátíðina.

Image
Brindisi - Ítalía
Coordinates
40.6422009,17.8536117
Tags with icon
Tasty Food
Spots to Swim
Name
Bologna
Country
Italy
Population
388367
Why visit?

Staðsett í Emilia-Romagna-héraðinu, er Bologna fæðingarstaður margra vel þekktra matvara frá Ítalíu, meðal annars Parmigiano Reggiano ostsins, Prosciutto di Parma skinkunnar, Aceto Balsamico di Modena vínediksins, tagliatelle og tortellini pasta. Emilia-Romagna er einnig fæðingarstaður Pellegrino Artusi, rithöfundar, hvers bók Vísindi í eldhúsinu og listin að borða vel (1891) er lykilbók í heim ítalskrar eldamennsku. Eins og tilhlýðilegt er fyrir borg sem er tengd góðum mat, þá er Bologna með frábæra matarmarkaði þar sem þú getur keypt ferskar staðarvörur. Ráfaðu um þessa fallegu, sögulegu borg til að auka matarlystina fyrir hádegisverð.

Image
Bologna - Ítalía
Coordinates
44.4991065,11.2492839
Tags with icon
Tasty Food
UNESCO World Heritage List
Name
Nice
Country
France
Population
342522
Why visit?

Nice er í forréttindastöðu í Suður-Frakklandi við miðjarðarhafið. Vegna staðsetningarinnar, hafa ferðamenn aðgengi að fjölbreyttu úrvali matar sem er undirstaðan í Miðjarðarhafsmataræðinu (er á óáþreifanlegu menningarminjaskrá UNESCO), þar á meðal samnefnt salat Niçoise – heilsusamleg blanda af salati, tómötum, ólífum, harðsoðnum eggjum, túnfiski og ansjósum og ratatouille, sumargrænmetiskássa. Olían sem gerð er úr ólífum frá Nice og ólífurnar sjálfar hafa hvort tveggja hlotið PDO (protected designation of origin)-vottun og ólífuolía er lykilatriði í Miðjarðarhafsmataræðinu. Það eru ótalmargir markaðir í Nice sem selja ferskt grænmeti, ávexti og staðarafurðir og gerir það auðvelt fyrir þig að kaupa hráefni frá staðnum og elda sjálf(ur). Eða njóttu götumatar með hollu ívafi með því að fá þér socca, stökka kjúklingabaunapönnuköku.

Image
Nice - Frakkland
Coordinates
43.7031657,7.1704103
Tags with icon
Tasty Food
UNESCO World Heritage List
Spots to Swim
Name
Tarragona
Country
Spain
Population
132299
Why visit?

Þökk sé stöðu Tarragona við sjávarsíðuna, getur þú notið sjávarfangs frá stærstu hefðbundnu fiskihöfninni í Katalóníu. Góður staður til að borða á er í el Serrallo, vinalega fiskimannshverfinu. Meðan þú dvelur í Tarragona, vertu viss um að prófa katalónískar kræsingar, eins og escalivada, salat úr grilluðum eggaldinum, papriku, lauki, kartöflum og ætiþistlum eða calçots (tegund af löngum vorlauk) með romesco-sósu. Prófaðu einhverja af staðarolíunum, Siurana, sem er PDO (protected designation of origin)-vottuð, olía sem eingöngu er framleidd í Tarragona-héraðinu. Eftir afslappaðan hádegisverð, njóttu þess að taka þátt í sobremesa. Bókstaflega þýðir það „yfir borðinu“ og vísar til þess tíma sem fer í að spjalla og hanga eftir matinn. Það hjálpar þér að skilja hvernig hin sterku félagslegu tengsl stuðla að löngum lífaldri. Ef þú ert í Tarragona í maí, þá geturðu tékkað á Tàrraco a Taula matarhátíðinni og prófað rétti sem gerðir eru samkvæmt fornum rómverskum uppskriftum.

Image
Tarragona - Spánn
Coordinates
41.1257105,1.0909297
Tags with icon
Tasty Food
UNESCO World Heritage List
Spots to Swim
Name
Sassari
Country
Italy
Population
127533
Why visit?

Sardinía hefur fengið viðurkenningu sem eitt af heimsins „Bláu svæðum“ (svæði sem þekkt er sem heitur reitur fyrir langlífi) þökk sé venju heimamanna á að fara oft út að ganga, mataræði þeirra og að setja fjölskylduna í forgangi. Fáðu innsýn í hvernig þeir lifa þegar þú heimsækir Sassari og prófaðu sardinískan mat eins og pane crasau (flatt stökkt brauð), pompia (staðarsítrusávöxtur) eða pecorino, sardiníska kindaostinn með PDO (protected designation of origin)-upprunavottunina. Meðan þú ert þar, taktu þér tíma til að skoða Nuraghi menninguna, um dularfulla þjóð sem bjó á Sardiníu fyrir 3.000 árum. 

Image
Sassari - Ítalía
Coordinates
40.7261257,8.504948
Tags with icon
Tasty Food
Walkable City