Ef umsóknin þín ber árangur færðu aðgang að Hjálparmiðstöð á netinu varðandi öll skipulagsatriði ferðarinnar og hvernig þú kemst í samband við verktakann.
Ef þig vantar upplýsingar, stuðning eða ráðgjöf meðan á ferðinni stendur, þá eru nokkrir tengiliðir til reiðu sem þú getur haft samband við:
Ef eitthvað fer úrskeiðis
- Hringdu þá í 112, til þess að ná sambandi við neyðarþjónustu í hvaða ESB landi sem er, hvort heldur sem er úr fastlínu- eða farsíma. Það er ókeypis.
- Ef hinsvegar um tap eða þjófnað er að ræða, þá þarftu að tilkynna það til lögreglunnar í viðkomandi sveitarfélagi. Því þú þarft ætíð að láta lögregluskýrsluna fylgja með þegar þú gerir trygginga- eða bótakröfu.
- Láta samstundis loka töpuðu eða stolnu debit- eða kreditkorti.
- Ef vegabréfi þínu eða nafnskírteini hefur verið stolið, þá skaltu tilkynna það til ræðismannsskrifstofu eða sendiráðs þíns lands og sömuleiðis til lögreglu.
Hvernig nær maður sambandi við ESB
- Í eigin persónu, í síma eða með tölvupósti: ESB vinnur með innlendum stofnunum að því að koma Erasmus+ áætluninni eins nálægt þátttakendum og mögulegt er. Landsskrifstofur eru staðsettar í öllum löndum Erasmus+ áætlunarinnar. Þær styrkja DiscoverEU einkum með skipulagningu viðburða fyrir brottför og með hittingi við þátttakendur sem ferðast vítt og breitt um landið. Hér er listi yfir landsskrifstofurnar og samskiptaupplýsingar þeirra.
- Þátttakendur verða að snúa sér til verktakans með hvers konar önnur vandamál eða spurningar.
- Símleiðis eða með tölvupósti: Eurodesk er upplýsingaþjónusta fyrir ungt fólk sem svarar öllum þínum spurningum varðandi hina ýmsu evrópsku möguleika (t.d. evrópsk sjálfboðaliðaverkefni, nám eða starfsnám erlendis). Vinsamlegast athugið að þeir munu ekki geta aðstoðað þig við tæknileg vandamál sem tengjast DiscoverEU ferðalögunum. Allt slíkt mun verktakinn sjá um þegar hann hefur samband þig (ef umsókn þín ber árangur). Þú getur náð sambandi við næstu Eurodesk upplýsingamiðstöð í gegnum. gagnvirka landabréfið
- Rafrænt: Upplýsingar á öllum opinberum tungumálum Evrópusambandsins er að finna á Europa vefsetrinu.
- Í eigin persónu: Út um alla Evrópu er að finna hundruð staðbundinna upplýsingamiðstöðva Evrópusambandsins. Þannig að þú getur auðveldlega fundið heimilisfang einhverrar slíkrar miðstöðvar í næsta nágrenni við þig.
- Símleiðis eða með tölvupósti: Europe Direct er upplýsingaþjónusta sem svarar öllum þínum spurningum varðandi Evrópusambandið. Þú getur haft samband við þessa þjónustu með Freephone: 00 800 67 89 10 11 (viss farsímafyrirtæki leyfa ekki aðgang að 00800 númerum heldur taka gjald fyrir slík símtöl) eða með tölvupósti.
- Lestu þig til um Evrópu: Útgefið lestrarefni um ESB fæst með því að smella á heimasíðu ESB lestrarefni.
- Umboðsskrifstofur framkvæmdastjórnar ESB: Þær virka sem einskonar rödd framkvæmdastjórnarinnar og fylgjast með almenningsálitinu í gistilandi sínu. Þeir veita upplýsingar um ESB með því að skipuleggja atburði og með dreifingu smárita, bæklinga og annars efnis.
- Sambandsstofnanir Evrópuþingiðs: Hlutverk þeirra er að vekja athygli á Evrópuþinginu og Evrópusambandinu og hvetja fólk til þess að greiða atkvæði í þingkosningum í Evrópu.
D. HAGNÝTIR TENGILIÐIR
Weight
2