Skip to main content
Submitted by Beatriz RODRIG… on
Route Family
Draw lines
Yes
Color
#E2B30B
Cities/Points
Name
Timișoara
Country
Romania
Population
307000
Why visit?

Matargerðarlist Rúmeníu hefur orðið fyrir fjölbreyttum menningarlegum áhrifum - Rúmenar hafa aðlagað uppskriftir og stíla frá Rómafólki, Tyrklandi, Grikklandi, Austurríki og Búlgaríu sem gerir landið spennandi til að prófa nýja rétti. Meðan þú dvelur í Timișoara, ekki missa af markaðnum þar sem þú getur smakkað á ferskum vörum úr rúmenskri sveit. Borgin býður upp á fjölda bragðgóðra rétta og sérrétta, eins og salată de vinete sem er salat með grilluðum eggaldinum, eða zacuscă, ídýfa gerð úr eggaldini og rauðum pipar. Þökk sé langri sögu af nýsköpun (Timișoara er þekk sem „borg hinna fyrstu“) og menningu, var Timișoara útnefnd Evrópska menningarhöfuðborgin 2023, og öðlast þannig nýja menningararfleifð. 

Image
Timișoara - Rúmenía
Coordinates
45.7409586,21.0607041
Tags with icon
European Capital of Culture
Tasty Food
Name
Pécs
Country
Hungary
Population
145011
Why visit?

Þegar borgin hlaut verðlaun sem Evrópsk menningarhöfuðborg árið 2010, varð það hvati til endurbóta á Zsolnay-menningarhverfinu, með því að umbreyta ónýtum verksmiðjubyggingum í nýja menningarmiðstöð. Meðan þú ert í Pécs, notaðu tækifærið til að prófa hefðbundna ungverska rétti eins og halászlé (vinsæl sterk og krydduð fiskisúpa með heitri papriku) eða sumarsúpu eins og spenótfozelék (spínatsúpa) eða kannski tökfozelék (graskerssúpa). Þú getur líka heimsótt markaðinn og notið ferskra ávaxta og grænmetis. Eftir bragðmikinn hádegisverð, er gott að rölta niður Király-göngugötuna og setjast á eitt af mörgum kaffihúsunum sem liggja meðfram götunni eða einfaldlega dást að nýklassískum framhliðum og sögulegum húsum.

Image
Pécs - Ungverjaland
Coordinates
46.0762107,17.6597034
Tags with icon
European Capital of Culture
Tasty Food
Name
Novi Sad
Country
Serbia
Population
289128
Why visit?

Þökk sé grískum, búlgörskum, tyrkneskum og ungverskum áhrifum, þá er serbneskur matur dásamlega fjölbreyttur, og gerir Serbíu að fullkomnum stað til að víkka út matargerðarsjóndeildarhringinn. Kíktu á græna markaði til að kaupa ferska ávexti, grænmeti og heimagerðar afurðir. Riblja Pijaca (fiskimarkaður) og Futoška-markaðurinn eru góðir til að kanna. Novi Sad er frábær staður til að kanna fótgangandi og örva matarlystina. Hví ekki ganga niður Dunavska(Dónár)-stræti, sem er göngugata að hluta, og dást að glæsilegum raðhúsum sem byggð voru um miðja 19. öld eftir að Novi Sad var skemmd meðan á byltingunni 1848 stóð? Öllu nýlegra, þá var Novi Sad útnefnd Evrópska menningarhöfuðborgin árið 2022, og skilur eftir arfleifð áhugaverðra staða til að skoða.

Image
Novi Sad - Serbía
Coordinates
45.2714218,19.7670395
Tags with icon
European Capital of Culture
Tasty Food
Walkable City
Name
Skopje
Country
North Macedonia
Population
546824
Why visit?

Skopje hefur einstakan sjarma og er rík af sögu. Hún er líka frábær staður til að prófa þjóðarrétt Norður-Makedóníu, tavče gravče - baunastöppu með lauk og kryddum. Debar Maalo er yndislegt hverfi með tréröðum þar sem finna má dásamlega rétti og drykki og er góður staður til að prófa sérrétti heimamanna. Eða þú getur bragðað á sögunni í 12.aldar gamla basarnum í Skopje eða heimsótt 6. aldar býsanskan (og síðar ottómanskan) Tvrdina Kale-kastala. Čaršija, gamli ottómanski bærinn í hlíðum Skopje með sínum hlykkjótu götum og sögulegu byggingum, er heimsóknar virði.

Image
Skopje - Makedónía
Coordinates
41.9990608,21.3424885
Tags with icon
Tasty Food
Walkable City
Name
Plovdiv
Country
Bulgaria
Population
343424
Why visit?

Plovdiv er staðsett milli Balkan, Sredna Gora og Rhodope-fjalla, í miðjum Þrakíu-dalnum. Hún er umkringd náttúrulegri fegurð þar sem eru gljúfur, hæðir, skógar, fossar og er eindregið mælt með dagsferð til að tengjast náttúrunni. Innan borgarmarka er margt áhugavert að sjá, til dæmis forna rómanska leikhúsið (sem enn er notað í dag) og Sveta Bogoroditsa-kirkjuna, byggð árið 1884 á 9.aldar helgidómi. Plovdiv var einnig Evrópsk menningarhöfuðborg árið 2019. Eða þú getur heimsótt einn af mörkuðum Plovdiv til að kaupa staðargrænmeti, oft selt af ræktendunum sjálfum og prófað boza (líka kallað bosa), léttgerjaðan drykk gerður úr maís-, hveiti- og hrísgrjónamjöli og sagður hafa heilsubætandi eiginleika. Gerjuð grænmeti, sem nýlegar rannsóknir hafa sýnt að viðhalda góðri þarmaflóru, er stór hluti af búlgarskri matargerð.

Image
Plovdiv - Búlgaría
Coordinates
42.1440914,24.6584725
Tags with icon
European Capital of Culture
Tasty Food
#BeActive
Name
Istanbúl
Country
Türkiye
Population
15460000
Why visit?

Mótsstaður milli Evrópu og Asíu, iðandi, spennandi og óviðjafnanleg borg - velkomin til Istanbúl! Hin lifandi stórborg er frábær staður til að kanna blöndu af matarmenningu. Þökk sé tyrknesku fjölbreyttu loftslagi, auk aðgengis að sjó og sögu Istanbúls sem mikilvægri verslunarleið, þá er að finna þar ótrúlega fjölbreytt úrval hráefna, krydda og kryddjurta. Istanbúl er þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa undursamlega matarmarkaði, frá opnum vikulegum mörkuðum, þar sem ferskar vörur úr nærliggjandi sveitum eru seldar, til fastra markaða sem selja ferskan fisk, krydd og lífrænar afurðir. Egypski basarinn hefur verið til síðan 1660 og heimsókn þangað ætti að vera mikil matar- og söguleg upplifun. Ekki missa af að prófa nýpressaðan, ferskan granateplasafa sem seldur er árstíðabundið í kerrum um alla borg í september og október.

Image
Istanbúl - Tyrkland
Coordinates
40.999278,27.8295666
Tags with icon
Tasty Food
UNESCO World Heritage List
Name
Sofia
Country
Bulgaria
Population
1236000
Why visit?

Sofia er lífleg borg með iðandi ungmennaflóru og matarmenningu. Meðan þú dvelur þar, prófaðu shopska salata, einfalt salat með agúrku, tómötum, vorlauk, papriku og söltuðum osti eða tarator, agúrku- og jógúrtssúpu eða kiselo mlyako, tegund af búlgaskri jógúrt þekkt fyrir sitt sterka bragð og þykka áferð og er talin vera til heilsubóta. Skoðaðu miðbæjarmarkaðinn í Sofia, ein af elstu markaðsbyggingum sem enn er í notkun eða nýlega endurnýjaðan Kvennamarkað til að kaupa ferskt grænmeti og búa til þinn eigin mat. Sofia er núna að undirgangast græna endurreisn - hún hefur komist yfir sína iðnvæddu fortíð og var árið 2022 á úrslitalista fyrir hin Evrópsku græn höfuðborgar-verðlaun. 

Image
Sofia - Búlgaría
Coordinates
42.6954026,23.2415466
Tags with icon
European Green Capital
Tasty Food